|
Farfuglaheimili |
|
Almennar upplýsingar
GistingÁ farfuglaheimilum er gist í rúmum eða kojum. Þar er hægt að fá sæng og
kodda og leigja sér sængurfatnað eða taka hann með sér. Gestir geta einnig notað
svefnpoka. Flest heimilin bjóða upp á gistingu í tveggja til sex manna herbergjum.
Góð snyrting er á heimilunum en gestir koma sjálfir með handklæði, sápu og
annað þess háttar. |
||||||
Gestaeldhús - máltíðirÁ öllum farfuglaheimilunum (nema á Þingvöllum) er gestaeldhús með eldunaráhöldum og mataráhöldum sem gestir geta notað. Flest heimilanna selja morgunmat og sum þeirra einnig matarpakka, hádegisverð og kvöldverð. |
|||||||
AfþreyingÖll heimilin bjóða upp á fjölbreytt úrval afþreyingar á heimilunum
sjálfum eða í nágrenni þeirra. Má þar meðal annars nefna veiði, hestaferðir,
bátsferðir og jöklaferðir, golf, fuglaskoðun, selaskoðun, hvalaskoðun og
sundlaugaferðir. Í nágrenni við flest heimilin er hægt að fara í skemmtilegar
gönguferðir. |
Verkefni 1: Gisting
Verkefni 2: Gestaeldhús - máltíðir
[FORSÍÐA] [yfirlitstafla] [athugasemdir, 25.09.03] |