námsbók: gs Reykjavík Menningarborg 2000  vb  kh  ath 25.09.03

B R A G I

Ísland: lesa

Farfuglaheimili

Síðan er tekin út af vefsetri Bandalags íslenskra farfuglaheimila, stytt og lítillega einfölduð málfarslega.
Hægt er að nota tenglana fyrir neðan til að komast beint inn á net BÍF.

BRAGA-verkefni eru fyrir neðan síðuna.

Hostelling International LogoFarfuglaheimili
heim ]

 

Farfuglaheimili
Hostelling in Iceland

Nýjungar
BÍF kynning
Félagsskírteini
Útlönd
Íslandskortið
Gæðastaðall
Verðskrá

BÍF
Sundlaugavegi 34
IS-105 Reykjavík
Iceland
Tel.
+ 354 553 8110
Fax:
+ 354 588 9201
info@hostel.is

Almennar upplýsingar

 

mynd (58455 bytes)Gisting

Á farfuglaheimilum er gist í rúmum eða kojum. Þar er hægt að fá sæng og kodda og leigja sér sængurfatnað eða taka hann með sér. Gestir geta einnig notað svefnpoka. Flest heimilin bjóða upp á gistingu í tveggja til sex manna herbergjum. Góð snyrting er á heimilunum en gestir  koma sjálfir með handklæði, sápu og annað þess háttar.  hlusta
upp aftur

 

Gestaeldhús - máltíðir mynd (33602 bytes)

Á öllum farfuglaheimilunum (nema á Þingvöllum) er gestaeldhús með eldunaráhöldum og mataráhöldum sem gestir geta notað. Flest heimilanna selja morgunmat og sum þeirra einnig matarpakka, hádegisverð og kvöldverð. hlusta  upp aftur

[verkefnið fyrir fjarnám]

 

mynd (54257 bytes)Afþreying

Öll heimilin bjóða upp á fjölbreytt úrval afþreyingar á heimilunum sjálfum eða í nágrenni þeirra. Má þar meðal annars nefna veiði, hestaferðir, bátsferðir og jöklaferðir, golf, fuglaskoðun, selaskoðun, hvalaskoðun og sundlaugaferðir. Í nágrenni við flest heimilin er hægt að fara í skemmtilegar gönguferðir.  hlusta
upp aftur


Verkefni 1: Gisting

  • Finnið öll nafnorð í textanum og skrifið þau niður á sér blað í þeirri beygingarmynd sem þau koma fyrir og síðan uppflettimynd þeirra í dálk við hliðina.
  • Teiknið þá hluti á töfluna sem ykkur finnst að ættu að vera í herbergi á vel útbúnu farfuglaheimili.
  • Ræðið við kennarann um það hvað þessir hlutir heita á íslensku og skrifið það inn í myndina á töflunni.
  • Hvernig er góð snyrtiaðstaða? Farið eins að.

nafnorð

teikning

 

 

 

 

 

 

 

 

Verkefni 2: Gestaeldhús - máltíðir

  • Hópurinn (2 eða 3) ætlar að elda saman máltíð á farfuglaheimilinu; skiptið með ykkur verkum (hver eldar hvað).
  • Hver og einn fer upp að töflu og teiknar þá hluti sem hann vantar (eldhúsáhöld).
  • Kennarinn skrifar orðin á töfluna.
  • Hver nemandi skrifar niður þau eldhúsáhöld sem hann vantar og þann mat sem hann ætlar að nota.

eldhúsáhöld

matur

 

 

 

 

 

 

 

 

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]