kennarahandbók: fs  Reykjavík Menningarborg 2000  nb  vb  ath  25.09.03

B R A G I

vinnustig   Reykjavík: tala

Förum í leikhús!

meta kennsluefnið

Tilgangur (efni, aðalatriði, markmið)
Fyrirfram þekking nemenda
  •  
Undirbúningur kennara
  •  
Tillögur
  •  
Aðrir möguleikar
  •  
Ítarefni
  •  
Annað sem má taka fram
  •  

 

Vinnubók
  •  

 

Samsetning hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tungumál hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stærð hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig gekk

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samsetning hópsins: gs 1/2 (grunnstig), fs 3/4 (framhaldsstig)   —  Tungumál hópsins: en(ska), þý(ska), fr(anska), sk(andínavíska), as(íumál), an(nnað)  —  Stærð hópsins: <6 (1-5), >6 (6-10), >10 (11-20), >20   —  Tími: 45/90/... min.  —   Hvernig gekk: ++ (mjög vel), + (vel), sæmilega (-), illa (--)

Meta síðuna

Lausn/svör


Aðferð

Nemendur læra í leik að nota eðlilegt talmál. Með því að búa til ýktar aðstæður fá þeir tækifæri til að nota hugmyndaflugið og gleyma sér oft í hita leiksins. Þeir búa til flóknari setningar en þeir ráða við, sem kennari verður að reyna að leiðrétta án þess að trufla stemninguna. Í talæfingum ætti markmiðið að vera, að það skiljist sem nemendur eru að segja og leiðréttingar aðeins að miðast við það sem verið er að kenna þá stundina. Kennari ætti að skrá niður helstu málvillur og ræða um þær eftir talæfinguna. Til að ýkja enn meira má t.d segja við nemendur erlendis að borgarstjórinn borgi líka flugið.

Tíminn

Áður en blaðinu (b1rtf1_leikhus.htm) er dreift er best að leggja verkefnið upp fyrir nemendur: Borgarstjórinn ætlar að bjóða þeim í leikhús. Hvernig leiksýningu langar nemendur til að sjá? Þá er hægt að safna saman atriðum á töfluna, svipuðum þeim sem gefin eru upp:

  • íslenskt verk eða þýtt?
  • tegund leikrits: gamanleikrit, harmleikur, drama, sígilt verk, nútímaverk
  • leikrit sem byggir á tónlist: söngleikur, ópera
  • á sýningin að vera stór eða lítil (hjá stóru atvinnuleikhúsi, á stóra eða litla sviðinu; hjá litlum leikhópi eða áhugaleikhópi)?
  • er hægt að fá miða eða er uppselt, e.t.v. greiðslumöguleikar

 

Þegar nemendur hafa gert sér grein fyrir hvernig leikverk þeir vilja sjá má dreifa verkefninu og leikhúsauglýsingum. Nauðsynlegt er að þeir fái einhverjar upplýsingar um sýningarnar sem eru á boðstóðum (sjá: Efni). Kennari getur merkt við þá staði í efninu sem skipta máli og nemendur eiga aðeins að leita að þeim upplýsingum sem gefnar eru upp í töflunni á verkefnisblaðinu. Það er ekki tilgangurinn að nemendur lesi heila gagnrýni. Þeir eiga aðeins að leita að upplýsingum í því skyni að athuga hvaða leikrit þeir gætu hugsað sér að sjá.



Efni

Gott er að nota leikhúsauglýsingar dagblaðanna ef kostur er. Leikhúsvefurinn er enn mjög frumstæður, en nota má leikhúsgagnrýni dagblaðanna af netinu. Einnig er hægt að notast við gamlar leikskrár eða fréttir af leiksýningum. Ef ekkert er fyrir hendi verður kennari að útbúa auglýsingar sjálfur. Hann ætti þá að athuga að skrifa hvort um er að ræða söngleik, gamanleik, nútímaverk eða annað.


 

 

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]