Farfuglaheimili |
|
Almennar upplýsingar
GistingÁ farfuglaheimilum er gist í rúmum og/eða kojum. Þar er hægt að fá sæng
og kodda og leigja sér sængurföt eða taka þau með sér. Gestir geta einnig notað
svefnpoka. Stærð herbergja er misjöfn eftir farfuglaheimilum en flest heimilin bjóða
upp á gistingu í tveggja til sex manna herbergjum. Góð snyrting er á heimilunum en
miðað er við að gestir komi sjálfir með handklæði, sápu og annað þess
háttar. |
||||||
Gestaeldhús - máltíðirÁ öllum farfuglaheimilunum (nema á Þingvöllum) er gestaeldhús með eldunar- og
mataráhöldum sem gestir geta notað. Flest heimilanna selja morgunmat og sum þeirra
einnig matarpakka, hádegis- og/eða kvöldverð. Hádegis- og kvöldverð þarf oftast
að panta fyrirfram. |
|||||||
AfþreyingÖll heimilin bjóða upp á fjölbreytt úrval afþreyingar á heimilunum
sjálfum eða í nágrenni þeirra. Má þar m.a. nefna veiði, hesta,- báts- og
jöklaferðir, golf, fugla-, sela- og hvalaskoðun og sundlaugaferðir. Að síðustu má
nefna að í nágrenni við flest heimilin eru fallegar gönguleiðir, mismunandi
erfiðar. |
Verkefni 1: Gisting, gestaeldhús
Verkefni 2: Símtal
[FORSÍÐA] [yfirlitstafla] [athugasemdir, 25.09.03] |