námsbók: fs Reykjavík Menningarborg 2000  vb  kh  ath  25.09.03

B R A G I

Ísland: tala

Gisting á farfuglaheimili

Síðan er tekin út af vefsetri Bandalags íslenskra farfuglaheimila, stytt og lítillega einfölduð málfarslega. Hægt er að nota tenglana fyrir neðan til að komast beint inn á net BÍF.

Hostelling International LogoFarfuglaheimili
heim ]

 

Farfuglaheimili
Hostelling in Iceland

Nýjungar
BÍF kynning
Félagsskírteini
Útlönd
Íslandskortið
Gæðastaðall
Verðskrá

BÍF
Sundlaugavegi 34
IS-105 Reykjavík
Iceland
Tel.
+ 354 553 8110
Fax:
+ 354 588 9201
info@hostel.is

Almennar upplýsingar

 

mynd (58455 bytes)Gisting

Á farfuglaheimilum er gist í rúmum og/eða kojum. Þar er hægt að fá sæng og kodda og leigja sér sængurföt eða taka þau með sér. Gestir geta einnig notað svefnpoka. Stærð herbergja er misjöfn eftir farfuglaheimilum en flest heimilin bjóða upp á gistingu í tveggja til sex manna herbergjum. Góð snyrting er á heimilunum en miðað er við að gestir  komi sjálfir með handklæði, sápu og annað þess háttar. hlusta
upp aftur

 

Gestaeldhús - máltíðir mynd (33602 bytes)

Á öllum farfuglaheimilunum (nema á Þingvöllum) er gestaeldhús með eldunar- og mataráhöldum sem gestir geta notað. Flest heimilanna selja morgunmat og sum þeirra einnig matarpakka, hádegis- og/eða kvöldverð. Hádegis- og kvöldverð þarf oftast að panta fyrirfram. hlusta
upp aftur

 

mynd (54257 bytes)Afþreying

Öll heimilin bjóða upp á fjölbreytt úrval afþreyingar á heimilunum sjálfum eða í nágrenni þeirra. Má þar m.a. nefna veiði, hesta,- báts- og jöklaferðir, golf, fugla-, sela- og hvalaskoðun og sundlaugaferðir. Að síðustu má nefna að í nágrenni við flest heimilin eru fallegar gönguleiðir, mismunandi erfiðar. hlusta
upp aftur

   
   

Verkefni 1: Gisting, gestaeldhús

  • Lesið um aðstöðu á farfuglaheimilum í almennum upplýsingum.

  • Skrifið niður það sem ykkur finnst þurfa að vera á farfuglaheimilum.
       

gisting

eldhús

snyrting

   

       

   

Verkefni 2: Símtal

  • Hver nemandi fær heimasíðu einhvers farfuglaheimilis úthlutað. Lesið hana og merkið við það sem sagt er um gistingu, samgöngur og afþreyingu.

  • Leikið að þið hringið hvert í annað með því að snúa bökum saman og notið orðasamböndin fyrir neðan.

  • Pantið gistingu.

  • Spyrjið hvernig þið komist á staðinn.

  • Skiptið um hlutverk.
       

Orðasambönd

• Farfuglaheimilið ... góðan dag
• Halló, farfuglaheimilið ...

• Góðan daginn, ég heiti ... / já halló, ég heiti ...
• Ég ætla að panta gistingu fyrir næstu helgi
• Eruð þið með laus rúm (herbergi) um næstu helgi?

• Já, við erum með 2ja, 3ja og 6 manna herbergi laus.
• Já, en aðeins í 6 manna herbergi.

• Hvaða afþreyingu hafið þið upp á að bjóða / getið þið boðið upp á / eruð þið með?

• Við erum með ..., svo er hægt að ...
• Einnig er ... / auk þess er hægt að ...

• Ég ætla þá að panta gistingu fyrir ... (hve marga?).
• Hvernig kemst ég svo á staðinn?

• Þú getur keyrt ... / þú kemur bara ...
• Það er hægt að ... / farið er ...

• Ég þakka þá kærlega fyrir.
• Kærar þakkir.

• Takk sömuleiðis.
• Það var ekkert.

   

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]