|
Huldumanna Genesis
|
1 |
Einu sinni kemur guð almáttugur til Adams og Evu. |
2 |
Þau fagna honum vel og sýna honum allt sem þau eiga. |
3 |
Þau sýna honum líka börnin sín. |
4 |
Hann spyr Evu: Eigið þið ekki fleiri börn en þau sem þú
ert búin að sýna mér? |
5 |
Hún segir: Nei. |
6 |
En Eva er ekki búin að þvo sumum börnunum og vill því ekki
láta guð sjá þau og felur þau þess vegna. |
7 |
Þetta veit guð og segir: Það sem á að vera hulið fyrir
mér skal vera hulið fyrir mönnum. |
8 |
Þessi börn verða nú mönnum ósjáanleg og búa í holtum og
hæðum, hólum og steinum. |
9 |
Þaðan eru álfar komnir, en mennirnir eru komnir af þeim börnum
Evu sem hún sýnir guði. |
10 |
Mennskir menn geta aldrei séð álfa nema þeir vilji sjálfir,
því álfar geta séð menn og látið menn sjá sig. |
|
(440 kb; Gunnar
Már Hauksson les)
(Jón Árnason: Þjóðsögur og ævintýri, 1. bd., bls. 7, Rvk: 1965 og oftar;
aðlagaður texti) |