kennarahandbók: gs  Reykjavík Menningarborg 2000  nb  vb  ath  25.09.03

B R A G I

vinnustig   náttúra: lesa

Þjóðsaga: Huldumanna Genesis

meta kennsluefnið

Tilgangur (efni, aðalatriði, markmið)
  • Lesa frekar léttan texta, kynnast sagnbeygingu.
  • Vinnubók: æfing í notkun þátíðar.
Fyrirfram þekking nemenda
  • Fyrir vinnubókarverkefni þarf að vera búið að fjalla um þátíð.
Undirbúningur kennara
  • Fyrir vinnubók þarf hljóðskjal
  • Einnig er textinn á snældu með textanum úr "Blákápu."  Útg. Guðný Ýr Jónsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir, 2. útgáfa 1996).
Tillögur
  • Leitað að sagnorðum í textanum sem eru samsvarandi grunnforminu í töflunni, þ.e. reynt að tengja beygð so. við uppflettimyndina.
  • Textinn lesinn.
  • Leikur (aðeins fyrir hópa með sama grunnmál): Nemendum er skipt í hópa sem eiga að búa til góða þýðingu á textanum. Hver hópur má aðeins spyrja um þrjú orð sem kennari skrifar á töfluna þannig að allir geta notað þau. Sá hópur vinnur sem gerir sem besta þýðingu á sem stystum tíma.
Aðrir möguleikar
  • Að loknu verkefni námsbókar: nemendur bera saman sagnorðin í nt. og þát. (þeir reyna að finna þátíð sagnanna í upprunalega textanum út frá einfaldaða textanum).
  • Nemendur fletta so. upp í íslenskri orðabók og skrá hvaða upplýsingar koma þar fram um sögnina.
  • Nota má vinnubókarsíðu sem hljóðefni fyrir framhaldsstig
Ítarefni
  •  
Annað sem má taka fram
  •  

 

Vinnubók
  • Ekki er endilega ætlast til að báðar æfingarnar séu notaðar af sama hóp heldur eru gefnir tveir möguleikar eftir því hvað hentar hópnum.
  • Þó má nota hljóðefnið í tímanum og verkefnin tvö sem heimaverkefni.

 

Samsetning hópsins

gs .1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tungumál hópsins

þý

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stærð hópsins

>10

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími

90

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig gekk

+

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning

01.01

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samsetning hópsins: gs 1/2 (grunnstig), fs 3/4 (framhaldsstig)   —  Tungumál hópsins: en(ska), fr(anska), sp(ænska), sk(andínavíska), þý(ska), as(íumál), an(nnað)  —  Stærð hópsins: <6 (1-5), >6 (6-10), >10 (11-20), >20   —  Tími: 45/90/... min.  —   Hvernig gekk: ++ (mjög vel), + (vel), sæmilega (-), illa (--)

Meta síðuna

Lausn/svör


Huldumanna Genesis

Einhverju sinni kom guð almáttugur til Adams og Evu. Fögnuðu þau honum vel og sýndu honum allt sem þau áttu
innan stokks. Þau sýndu honum líka börnin sín og þótti honum þau allefnileg. Hann spurði Evu hvort þau ættu ekki
fleiri börn en þau sem hún var búin að sýna honum. Hún sagði nei. En svo stóð á að Eva hafði ekki verið búin að þvo
sumum börnunum og fyrirvarð sig því að láta guð sjá þau og skaut þeim fyrir þá sök undan. Þetta vissi guð og
segir: „Það sem á að vera hulið fyrir mér skal verða hulið fyrir mönnum.“ Þessi börn urðu nú mönnum ósjáanleg og
bjuggu í holtum og hæðum, hólum og steinum. Þaðan eru álfar komnir, en mennirnir eru komnir af þeim börnum Evu
sem hún sýndi guði. Mennskir menn geta aldrei séð álfa nema þeir vilji sjálfir því þeir geta séð menn og látið menn
sjá sig.

(Jón Árnason: Þjóðsögur og ævintýri, 1. bd., bls. 7, Rvk: 1965 og oftar; upprunalegur texti)

  

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]