kennarahandbók: fs  Reykjavík Menningarborg 2000  nb  vb  ath  25.09.03

B R A G I

vinnustig   náttúra: hlusta

Jarðskjálftar á Suðurlandi

meta kennsluefnið

Tilgangur (efni, aðalatriði, markmið)
  • Fréttaefni í kennslu.
  • Hlusta á texta og skrifa so. í eyður.
Fyrirfram þekking nemenda
  • Töluverður skilningur á töluðu máli.
  • Framhaldsefni.
Undirbúningur kennara
  • Hafa hljóðefni tiltækt, eða lesa textann upphátt.
  • Landakort af Suðurlandsundirlendinu.
  • Prenta út texta námsbókar og texta vinnubókar sem eru í lausnum hér fyrir neðan.
Tillögur Verkefni 1
  • Nemendur skoða myndir og yfirsagnir og lesa undir myndunum.
  • Þeir hlusta á textann og segja frá því sem kemur fram í textanum.
  • Umræður.
Aðrir möguleikar
  •  
Ítarefni
Annað sem má taka fram
  •  

 

Vinnubók
  • Markmiðið er að þjálfa nemendur í að ná þeim sögnum sem eru í textanum.
  • Nemendur hlusta á textann og fylla inn þau orð sem vantar. 
  • Textinn allur í lausnum í kennarahandbók og hægt að dreifa á eftir.

 

 

Samsetning hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tungumál hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stærð hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig gekk

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samsetning hópsins: gs 1/2 (grunnstig), fs 3/4 (framhaldsstig)   —  Tungumál hópsins: en(ska), þý(ska), fr(anska), sk(andínavíska), as(íumál), an(nnað)  —  Stærð hópsins: <6 (1-5), >6 (6-10), >10 (11-20), >20   —  Tími: 45/90/... min.  —   Hvernig gekk: ++ (mjög vel), + (vel), sæmilega (-), illa (--)

 

Lausn/svör


Námsbók, lesinn texti

 

Sagan sýnir að jarðskjálftar á Suðurlandi koma oft saman margir í runu. Slíkar skjálftarunur ganga yfir einu sinni til tvisvar á öld og geta staðið í nokkra daga og allt upp í nokkur ár. Fyrr á öldum varð mikið manntjón í landskjálftunum en á síðustu öldum hefur það verið ótrúlega lítið, miðað við lýsingar á hamförunum. 

Mestu jarðskjálftar sem sögur fara af, hafa verið á Suðurlandi. Á öllum tímum hafa skjálftarnir gert mikið tjón á húsum, mönnum og fénaði. Nú á dögum eru hús þó miklu traustari en áður og líkur á manntjóni því mun minni. 

Jarðskjálftinn 1896 hefur verið mjög sterkur. Í Landsveit féllu öll hús á 28 bæjum af 35 sem þar voru en aðrir bæir stórskemmdust. Jarðrask varð mikið og sprungur komu í jörðina. Skarðsfjall á Landi klofnaði allt og sprakk. Eftir nokkurra daga hlé hristist Suðurlandsundirlendið enn af jarðskjálftum, sem gerðu ekki minna tjón en hinir fyrri. Eftir þessa skjálfta komu ótal smákippir um allt jarðskjálftasvæðið, og var Suðurlandsundirlendið á sífelldu ruggi og titringi. Enn kom harður kippur og féllu þá 24 bæir í Ölfusi til grunna. Fólk var þar allt undir berum himni þegar þessi skjálfti kom og enginn meiddist.

Annað mesta landskjálftasvæði landsins er á Norðurlandi og eru upptök skjálftanna á svæðinu milli Melrakkasléttu og Skaga.

Unnið úr sérblaði Morgunblaðsins, Suðurlandsskjálftar, þriðjudagur 20. júní 2000. 

 

 

Vinnubókartexti

Um þrjátíu manns frá Chile búa og starfa á Hellu. "Ég er búinn að vera í 10 ár á Íslandi og hef aldrei lent í neinu svona.  En heima í Chile eru alltaf jarðskjálftar þar sem fólk deyr. Einu sinni dóu 120.000 manns í jarðskjálfta í Chile," sagði Rodolfo Sepulveda Benner í samtali við Morgunblaðið á laugardagskvöldið.

"Heima hjá mér brotnaði sjónvarp og gler en ég get keypt það aftur á morgun. En lífið kaupir maður ekki aftur."

Rodolfo var með eiginkonu sinni Veronicu Solar á bensínstöð Olís að taka bensín og dæla lofti í dekk þegar skjálftinn reið yfir. "Ég sagði konunni minni að koma út úr bílnum. Við flýttum okkur svo að sækja krakkana sem voru á hátíðarhöldunum."

Rodolfo á minningar tengdar skjálfta í Chile árið 1983 þar sem fjölmörg hús hrundu og tugir þúsunda létu lífið. "Þetta var allt öðruvísi en þegar jarðskjálfti byrjar í Chile. Þar fer skjálftinn rólegar af stað."

Stór hluti Chile-búanna á Hellu var saman kominn við húsið hans Rodolfos á laugardagskvöldið og þar var búið að setja upp tvö tjöld þar sem börnin og unglingarnir ætluðu að sofa. Rodolfo og kona hans ætluðu að sofa inni, á efri hæðinni. Þar væri öruggara að vera en niðri ef álíka stórir skjálftar kæmu um nóttina.

Sérblað Morgunblaðsins, Suðurlandsskjálftar, þriðjudagur 20. júní 2000.

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]