kennarahandbók: gs Reykjavík Menningarborg 2000  nb  vb  ath  25.09.03

B R A G I

FRUMSTIG   saga: hlusta

Saga daganna: jólin

meta kennsluefnið

Tilgangur (efni, aðalatriði, markmið)
  • Jólaguðspjallið er  hluti af almennri þekkingu (a.m.k. innan Evrópu) og því heppilegt og skemmtilegt til notkunar fyrir jólin. Hægt er að lesa það til gamans fyrir nemendur en einnig er hægt að nota það sem hlustunaræfingu með verkefnum. Fyrir tímann ættu nemendur að lesa textann á sínu tungumáli ef kostur er.
Fyrirfram þekking nemenda
  •  
Undirbúningur kennara
  •  
Tillögur
  •  
Aðrir möguleikar
  • Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum eru lesnar og þýddar í tímanum. Hver nemandi fær eitt erindi til að lesa upp í síðasta tíma fyrir jól. (Jólasveinasíða Árna Björnssonar á vef Þjóðminjasafnsins)
Ítarefni
  •  
Annað sem má taka fram
  •  

 

Vinnubók
  • ??

 

Samsetning hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tungumál hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stærð hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig gekk

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samsetning hópsins: gs 1/2 (grunnstig), fs 3/4 (framhaldsstig)   —  Tungumál hópsins: en(ska), þý(ska), fr(anska), sk(andínavíska), as(íumál), an(nnað)  —  Stærð hópsins: <6 (1-5), >6 (6-10), >10 (11-20), >20   —  Tími: 45/90/... min.  —   Hvernig gekk: ++ (mjög vel), + (vel), sæmilega (-), illa (--)

Meta síðuna

Lausn/svör


Netútgáfan: http://www.snerpa.is/net/biblia/lukas.htm


LÚKASARGUÐSPJALL

[ . . . ]


Lagður í jötu

2
1En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústus keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. 2Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. 3Fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar.

4Þá fór og Jósef úr Galíleu frá borginni Nasaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, en hann var af ætt og kyni Davíðs, 5að láta skrásetja sig ásamt Maríu heitkonu sinni, sem var þunguð. 6En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. 7Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að eigi var rúm handa þeim í gistihúsi.


Frelsari fæddur

8En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. 9Og engill Drottins stóð hjá þeim, og dýrð Drottins ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir, 10en engillinn sagði við þá: "Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: 11Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. 12Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu."

13Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu:

14 Dýrð sé Guði í upphæðum,
og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á.

15Þegar englarnir voru farnir frá þeim til himins, sögðu hirðarnir sín á milli: "Förum beint til Betlehem að sjá það, sem gjörst hefur og Drottinn hefur kunngjört oss." 16Og þeir fóru með skyndi og fundu Maríu og Jósef og ungbarnið, sem lá í jötu. 17Þegar þeir sáu það, skýrðu þeir frá því, er þeim hafði verið sagt um barn þetta. 18Og allir, sem heyrðu, undruðust það, er hirðarnir sögðu þeim. 19En María geymdi allt þetta í hjarta sér og hugleiddi það. 20Og hirðarnir sneru aftur og vegsömuðu Guð og lofuðu hann fyrir það, sem þeir höfðu heyrt og séð, en allt var það eins og þeim hafði verið sagt.

 

 

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]