B R A G I |
frumstig land og haf: orðaforði |
|
Lífrænt og vistvænt |
Vistvænn landbúnaður | Lífrænn landbúnaður |
Vistvæn landbúnaðarframleiðsla skal samræmast góðum búskaparháttum og markmiðum sjálfbærrar þróunar í landbúnaði. Allri lyfja- og efnanotkun skal stillt í hóf. Notkun tilbúins áburðar er leyfð, þó með takmörkunum. Allt búfé skal vera einstaklingsmerkt svo ávallt megi rekja feril afurða til framleiðenda. Í vistvænni framleiðslu er notkun hormóna og vaxtarhvetjandi efna bönnuð líkt og gildir um framleiðslu annarra landbúnaðadrvara hér á landi. | Lífræn landbúnaðarframleiðsla byggist á lífrænni ræktun jarðvegs, notkun lífræns áburðar, safnhaugagerð, sáðskiptum og lífrænum vörnum í stað hefðbundinna lyfja og eiturefna. Notkun tilbúins áburðar er ekki leyfð. Gerðar eru miklar kröfur til umhverfisverndar, búfjár og hreinleika afurða. Allt búfé á að vera einstaklingsmerkt þannig að rekja megi feril afurða til framleiðenda. |
Nú er hægt að kaupa lífrænt og vistvænt ræktuð matvæli sem eru 10-20% dýrari en önnur matvæli sem eru unnin eftir hefðbundnum hætti. En hver er munurinn á lífrænum og vistvænum afurðum? Alls hafa um 300 bændur fengið vistvæna viðurkenningu. Þetta eru um 7-8% bænda á Íslandi því alls eru um 4000 bændur á landinu. Um 30 bændur á Íslandi eru með lífrænan búskap. |
Unnið upp úr Neytendasíðu Morgunblaðsins 3. júlí 1999
[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]
[athugasemdir, 25.09.03]