Neðsti hluti Laugavegs um aldamótin 1900. |
Reykvískar konur fóru gangandi upp Laugaveginn í Þvottalaugarnar til að þvo þvott. |
Þvottalaugarnar voru þar sem núna heitir Laugardalur og er nú útivistarsvæði, sundlaug og íþróttavellir. | Laugardalslaugin, loftmynd. |
Við laugar um aldamótin 1900. Þvegið er á þvottabrettum. |
Reykvískar
húsmæður fóru lengi vel með þvottinn í Þvottalaugarnar. Þar var nóg af vatni, ekki bara köldu heldur líka heitu. Vatn kom í hús um og eftir 1909. Laugarnar voru samt mikið notaðar eftir það vegna heita vatnsins. |
Mynd frá Þvottalaugunum snemma á öldinni. |
Mikil slysahætta var við Laugarnar. Fyrir ofan þær var oft hált og
hætta á að detta í Laugarnar en vatnið í þeim var yfir 80 gráðu heitt. Slys varð árið 1901. Kona brenndist þar og lést skömmu seinna af brunasárum. Þá voru settar öryggisgrindur yfir Laugarnar. |
Þvottalaugarnar eru nú þurrar. Heita vatnið var leitt í hús Reykvíkinga. | Þvottalaugarnar
og styttan Þvottakonan eftir |
Texti endursagður úr Reykjavík, sögustaður
við sund, 3. bindi, bls. 196-197. Páll Líndal, Örn og Örlygur 1991
Myndir: Ljósmyndasafn
Reykjavíkur
[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]
[athugasemdir, 25.09.03]