námsbók: gs Reykjavík Menningarborg 2000  vb  kh  ath  25.09.03

B R A G I

vinnustig   saga: lesa

Þvottalaugarnar

Neðsti hluti Laugavegs um aldamótin 1900.

Reykvískar konur fóru gangandi upp Laugaveginn í Þvottalaugarnar til að þvo þvott.

  

Þvottalaugarnar voru þar sem núna heitir Laugardalur og er nú útivistarsvæði, sundlaug og íþróttavellir.

Laugardalslaugin, loftmynd.

  

Við laugar um aldamótin 1900. Þvegið er á þvottabrettum.

Reykvískar húsmæður fóru lengi vel með þvottinn í Þvottalaugarnar. Þar var nóg af  vatni, ekki bara köldu heldur líka heitu.

Vatn kom í hús um og eftir 1909. Laugarnar voru samt mikið notaðar eftir það vegna heita vatnsins.

  

Mynd frá Þvottalaugunum snemma á öldinni.

Mikil slysahætta var við Laugarnar. Fyrir ofan þær var oft hált og hætta á að detta í Laugarnar en vatnið í þeim var yfir 80 gráðu heitt.

Slys varð árið 1901. Kona brenndist þar og lést skömmu seinna af brunasárum. Þá voru settar öryggisgrindur yfir Laugarnar.

  

Þvottalaugarnar eru nú þurrar. Heita vatnið var leitt í hús Reykvíkinga. 

Þvottalaugarnar og styttan Þvottakonan eftir
Ásmund Sveinsson.

Texti endursagður úr Reykjavík, sögustaður við sund, 3. bindi, bls. 196-197. Páll Líndal, Örn og Örlygur 1991
Myndir: Ljósmyndasafn Reykjavíkur

 

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]