Framburður

Framburðarreglur
Orðadæmi

  

 

 

             

B R A G I 

> Forsíða
 

prenta
opna sér

08.10.03
athugasemdir

9. h á undan é, j, l, n og r

h í framstöðuklösunum , hj, hl, hn og hr er ekki borið fram en eftirfarandi samhljóð verður óraddað.
  • é [J]: hélt, héldust, hér, hérna
  • j  [J]: hjarta, hjá, hjálmur, hjálpa, hjóla, hjónaband
  • l  [L]: hlaðast (upp), hlakka, hlé, hlíð, hljóð, hljóta, hlusta, hlutur, hlýða, hlæja, hlaupa, hleypa
  • n [N]: hnappur, hnakki, hnattrænn, hné, hnífur
  • r  [R]: hraði, hringur, hringja, hríð, hrópa, hryggur, hræddur, hrökkva, hraustur, hreinn, hreyfa; áhrif 

"h" sjá ennfremur reglu 8.

   

h+é [J]   þau héldust í hendur hlusta [03]
h+é [J]   hann hélt góða ræðu hlusta [56]
h+é [J]   hér er kalt á veturna hlusta [10]
h+é [J]   ég nenni ekki að hanga hérna hlusta [52]
             
h+j [J]   þetta kom beint frá hjartanu hlusta [24]
h+j [J]   ég bý hjá vinum mínum hlusta [13]
h+j [J]   ég vandi mig á að nota hjálm hlusta [78]
h+j [J]   mér finnst sjálfsagt að hjálpa aðeins til hlusta [17]
h+j [J]   venjulega kem ég á hjóli hlusta [39]
h+j [J]   þær ætla að hjóla hringveginn hlusta [100]
h+j [J]   hjónin í næsta húsi eru orðin gömul hlusta [37]
h+j [J]   hjónaband þeirra var erfitt hlusta [91]
             
h+l [L]   verkefnin hlaðast upp hlusta []
h+l [L]   hún hlakkar til að komast heim hlusta [100]
h+l [L]   nú verður stutt hlé hlusta [60]
h+l [L]   það rennur lækur niður hlíðina hlusta [94]
h+l [L]   hvaða hljóð er þetta? hlusta [40]
h+l [L]   ég hlustaði á samtal drengjanna hlusta [69]
h+l [L]   hann seldi hlut sinn í húsinu hlusta [09]
h+l [L]   þetta er mjög hlý úlpa hlusta [26]
h+l [L]   hundurinn hlýðir húsbónda sínum hlusta [65]
h+l [L]   þau hlógu að trúðnum hlusta [23]
h+l [L]   hún hljóp til að ná í strætó hlusta [24]
h+l [L]   af hverju er mér ekki hleypt inn? hlusta [61]
h+l [L]   hún hlaut fyrstu verðlaun hlusta [14]
             
h+n [N]   þrýstið á hnappinn hlusta [73]
h+n [N]   hún fékk högg á hnakkann við áreksturinn hlusta [77]
h+n [N]   nú eru öll viðskipti hnattræn hlusta [64]
h+n [N]   ég datt á hnéð hlusta [60]
h+n [N]   þessi hnífur bítur vel hlusta [73]
             
h+r [R]   hann keyrir á hundrað kílómetra hraða hlusta [42]
h+r [R]   hún er með hring á hverjum fingri hlusta [37]
h+r [R]   get ég fengið að hringja? hlusta [04]
h+r [R]   það er stormur og hríð úti hlusta [83]
h+r [R]   hún hrópar á hjálp hlusta [52]
h+r [R]   það er hryggur í matinn á sunnudaginn hlusta [83]
h+r [R]   ertu hræddur við drauga? hlusta [17]
h+r [R]   ég hrökk við þegar síminn hringdi hlusta [63]
h+r [R]   hann er hraustur á sál og líkama hlusta [53]
h+r [R]   á Íslandi er vatnið hreint hlusta [15]
h+r [R]   maður verður að hreyfa sig til að halda heilsu hlusta [51]
á+h+r [R]   hún hefur áhrif á eiginmann sinn hlusta [18]

^