Framburður

Framburðarreglur
Orðadæmi

  

 

 

             

B R A G I 

> Forsíða
 

prenta
opna sér

08.10.03
athugasemdir

19. Brottföll

Á eftir á, ó og ú fellur [g] brott og stundum fellur f niður á eftir sömu sérhljóðum.  
  • lágur, nóg, skógur, ljúga; útgáfa, rófa, húfa

Undantekningar eru samsett orð og tökuorð.

  • nágranni, ágætur, áfram, snjóflóður; sófa
Oft fellur miðsamhljóðið brott úr erfiðum samhljóðaklösum. 
  • systkini, margt, vatnsrúm, England
Í einstaka samhljóðaklösum fellur fyrsta hljóðið brott:
  • sigldi, verndun, fyrst, stelpurnar, efldi 

Önghljóðin ð og [g] falla oft niður í áherslulausri bakstöðu í enda fornafna, forsetninga, atviksorða og samtenginga.

  • að, með, hvað; og, ég, mig
Endingasérhljóðin a, i og u falla yfirleitt brott ef næsta orð hefst á sérhljóði. 
  • ömmu’ og afa, tuttugu’ og fimm 

   

Brottfall [g] og  f    
á+g B g   hér er lágt til lofts hlusta [16]
á+g B g   við höldum kostnaðinum í lágmarki hlusta [71]
á+g B g   við lágum í grasinu hlusta [41]
ó+g B g   er nóg loft í dekkjunum? hlusta [08]
ó+g B g   á Íslandi er aðallega birkiskógur hlusta [97]
ó+g B g   skógurinn er þéttur hlusta [50]
ó+g B g   þau hlógu að trúðnum hlusta [23]
ó+g B g   þau drógu bátinn upp í fjöruna hlusta [11]
á+f B f   þetta er þriðja útgáfa bókarinnar hlusta [85]
á+f B f   þau yfirgáfu húsið um miðja nótt hlusta [97]
ó+f B f   íslensku rófurnar eru bragðgóðar hlusta [99]
ó+f B f   peysan er úr grófri ull hlusta [75]
ó+f B f   spákonan les í lófa hlusta [62]
ó+f B f   ég frétti að þú hefðir náð prófinu hlusta [78]
ú+f B f   drengurinn er alltaf með húfu á höfðinu hlusta [92]
ú+f B f   það er erfitt að losa skrúfuna hlusta [50]
Undantekningar    
á+g ?   þetta eru ágætar buxur hlusta [21]
á+g ?   nýr nágranni er kominn í húsið hlusta [85]
á+f ?   farðu beint áfram! hlusta [28]
ó+f ?   stöðvið þjófinn! hlusta [60]
ó+f ?   hann seig niður í mjúkan sófann hlusta [61]
ó+f ?   mikil hætta er á snjóflóðum á veturna hlusta [54]
ú+f ?   ég geymi lykilinn í skúffunni hlusta [38]
           
Brottfall miðsamhljóðið          
n+g+l B g   hvað kostar kringlótti osturinn? hlusta [79]
r+g+t B g   er margt starfsfólk í fyrirtækinu? hlusta [93]
s+k+t B k   ég drekk helst íslenskt vatn hlusta [02]
s+k+t B k   fáum okkur frískt loft! hlusta [06]
s+t+k B t   systkinin eru að mörgu leyti ólík hlusta [20]
t+n+s B n   þau sofa í vatnsrúmi hlusta [31]
           
Brottfall fyrsta hljóðið    
g+l+d B g   þau sigldu með ferjunni til Bergen hlusta [67]
r+n+d B r   hann er í samtökum um verndun hvala hlusta [88]
r+s+t B r     fyrst kemur A, svo kemur B hlusta [45]
r+n B r   stelpurnar voru í stuttum pilsum hlusta [81]
           
Brottfall ð og  [g]    
að  B ð   ég þarf að skipta peningum hlusta [16]
hvað B ð   hvað er í matinn í kvöld? hlusta [17]
með B ð   farðu varlega með vasann hlusta [42]
við B ð   bíllinn stendur við húsið hlusta [05]
það B ð   ég ætlaði í sund en það var lokað hlusta [04]
ég B g     ég vil annaðhvort rautt eða blátt vesti hlusta [48]
og B g   beygið nafnorðin í kyni, tölu og falli hlusta [53]
mig B g   viltu hringja í mig í kvöld? hlusta [25]
           
Brottfall a, i og u      
a a B a   ég ætla að hitta vini mína í kvöld hlusta [30]
a e    B a   þarna er bíllinn hlusta [23]
a í B a   áttu ættingja í Ameríku? hlusta [89]
a í B a   það má ekki toga í hárið! hlusta [56]
a o B a   við skulum fela okkur! hlusta [24]
a u B a   viltu hengja upp þvottinn? hlusta [82]
a ú B a   við ætlum að skreppa út í búð hlusta [72]
i a B i   ég reyni að koma í kvöld hlusta [07]
i a; a í B i; B a    ég myndi aldrei fara í stríð hlusta [35]
i á B i   ég giskaði á rétt svar hlusta [100]
i e B i   í hvaða mánuði ertu fæddur? hlusta [12]
i e B i   eru gulu perurnar sætari en þær grænu? hlusta [98]
i í B i   það var hópur af unglingum niðri í bæ hlusta [13]
i í B i   hvað heitir forseti Íslands? hlusta [82]
i o B i   kerlingin skammaði okkur hlusta [90]
i ó B i   systkinin eru að mörgu leyti ólík hlusta [20]
i u B i   samningurinn tekur gildi um áramótin hlusta [71]
u a B u   kanntu að synda? hlusta [89]
u a B u   það er enga atvinnu að fá hlusta [74]
u á B u   kemurðu á morgun? hlusta [09]
u e B u   platan á skrifborðinu er ljót hlusta [80]
u e B u   hafðu engar áhyggjur af mér hlusta [33]
u í B u   ertu í nýjum buxum? hlusta [73]
u o B u   það er 25 (tuttugu og fimm) stiga hiti hlusta [38]
u ú B u   áhorfendur risu úr sætum hlusta [30]

^