vinnubók: fs  nb vb2 kh  ath  14.12.01

fjar
B R A G I

vinnustig   Ísland : lesa

Grýla - Grýlukvæði

 

Verkefni

 

  

Grýla kemur á hverjum vetri,

hún er í loðnu skinnstakks tetri,

sú er ekki sagan betri, 

sinn í belg hún fá vill jóð,

Valka litla vertu góð,

Valka litla vertu góð,

vendu þig af að ýla.

Senn kemur að sækja þig hún Grýla

Gamall húsgangur

 

Grýla kallar á börnin sín

þegar hún fer að sjóða til jóla:

"Komið hingað öll til mín,

ykkur vil ég bjóða,

Leppur, Skreppur,

Lápur, Skrápur,

Langleggur og Skjóða

Völustekkur og Bjóla.

Gamall húsgangur

 

Grýla á sér lítinn bát, 

rær hún fyrir sandi.

Þegar hún heyrir barnagrát

flýtir hún sér að landi.

Gamall húsgangur

 

Grýla píla appelsína

missti skóinn ofan í sjóinn.

Þegar hún kom að landi

var hann fullur af sandi.

Barnarím um Grýlu frá lokum 20. aldar.

 

Öll ljóðin birt í Barnanna hátíð blíð. Sögur, söngvar og fróðleikur um jólin
Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorvaldur Kristinsson völdu efnið
Forlagið, Reykjavík 1993

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

 

[athugasemdir, 14.12.01]