Námsefni

Reykjavík
Orðaforði

Grunnstig
Námsbók
Vinnubók
Kennarahandbók   

 

 

B R A G I 

> Forsíða
 

prenta
opna sér

25.09.03
athugasemdir

Daglegt líf: húsgögn

Tilgangur (efni, aðalatriði, markmið)
  • Orðaforði: húsgögn og húsmunir.
Fyrirfram þekking nemenda
  • Hafa safnað dálitlum orðaforða um húsgögn og húsmuni, þessi æfing er upprifjun og viðbætir. T.d. mætti síðan um Farfuglaheimili vera á undan.
  • Fyrir verkefni 2 þurfa nemendur að þekkja st.b. lo. og greini.
Undirbúningur kennara
  •  
Tillögur
  • Byrja má á að skipta nemendum er í jafnmarga hópa og herbergin eru og tekur hver hópur að sér að fylla eitt herbergi með húsgögnum og húsmunum. Hóparnir segja svo frá því sem þeir setja í herbergin og hinir hlusta og skrifa niður (fylla inn í hina dálkana) það sem þeim finnst nauðsynlegt (þeir þurfa ekki að skrifa allt sem hóparnir telja upp en safna því helsta).
  • Hóparnir bæta svo orðunum efst á blaðinu inn í töfluna og e.t.v. þemaorðum: húsmunir.
  • Nemendur "búa til" persónur. Kennari getur byrjað á að vinna verkefnið með bekknum á töfluna (skrifa niður tillögur nemenda) en síðan vinnur hver fyrir sig. 
  • Verkefni 3 er talæfing í þremur stigum og notar kennari aðeins það stig sem hentar bekknum. Við stig 1 nota nemendur aðeins nf. en einnig greini. E.t.v. er rétt að gefa upp þgf. endingar á herbergjaheitum (stofunni, húsinu, herberginu, kjallaranum). Við stig 2 þurfa nemendur að þekkja st. og v.b. lo. og við stig 3 þurfa þeir einnig að geta beygt saman no. og lo.
Aðrir möguleikar
  • Kennari safnar raftækjaauglýsingum úr dagblöðum og dreifir þeim til nemenda sem raða heimilistækjunum í viðeigandi dálk. Nemendur þurfa að leita að heiti raftækisins í auglýsingunni.
  • Ef kennari hefur ekki aðgang að auglýsingum getur hann skrifað orðin upp eða dreift þeim til nemenda. Þemaorð: "heimilistæki." Í leitarvélinni www.leit.is er dálkur með fyrirtækjum sem framleiða heimilistæki en þar eru aðeins einstaka myndir og því tímafrekt að safna þeim.
  • Nemendur raða orðaforða um raftæki á sama hátt og áður.
  • Það má bæta við öllu mögulegu í sambandi við heimilið.
Ítarefni
Annað sem má taka fram
  • Tillaga að nýju verkefni: Safna saman heimilistækjum úr bæklingum og bæta inn í "íbúðina", e.t.v. búa til blað með öllum herbergjum í, taflan í húsgögn nægir ekki.
  • Heimaverkefni: (útbúa verkefni: segja frá hvaða heimilistæki nemendur hafa á sínum heimilum og merkja við hvaða tæki eru nauðsynleg og hverjum mætti sleppa, e.t.v. útbúa töflu þar sem hægt er að krossa við eftir notagildi og bæta við raftækjum sem nemendur vantar

 

Vinnubók  
Annað sem má taka fram
  • Nota má vinnubók í tíma og láta nemendur segja frá því sem er í herbergjum þeirra eða í draumaíbúðinni og nota lo. "Í herberginu mínu er hvítt skrifborð og rauður stóll." Síðan tekur næsti við. Þetta getur verið undirbúningur fyrir verkefni 2 sem einnig getur verið munnlegt.

 

Samsetning hópsins

dæmi

gs 1

 

 

 

 

 

 

 

 

Tungumál hópsins

þý

þý

 

 

 

 

 

 

 

 

Stærð hópsins

>6

>10

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími

90

90

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig gekk

+

++

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning

8/99

1/01

 

 

 

 

 

 

 

 

Samsetning hópsins: gs 1/2 (grunnstig), fs 3/4 (framhaldsstig)   —  Tungumál hópsins: en(ska), þý(ska), fr(anska), sk(andínavíska), as(íumál), an(nnað)  —  Stærð hópsins: <6 (1-5), >6 (6-10), >10 (11-20), >20   —  Tími: 45/90/... min.  —   Hvernig gekk: ++ (mjög vel), + (vel), sæmilega (-), illa (--)

Meta síðuna

Lausn/svör

 

 

^