Mamma og pabbi voru
að horfa á sjónvarpið þegar
mamma sagði : "Ég er þreytt, það er framorðið. Ég ætla í rúmið."
Hún fór
inn í eldhús að útbúa samlokur fyrir morgundaginn, tæmdi
poppkornsskálarnar, tók
kjöt úr frystinum fyrir kvöldmatinn
annað kvöld,
athugaði
hvort nóg væri
til af morgunkorni, fyllti
sykurkarið, setti
skeiðar og skálar á
borðið og fyllti
kaffivélina fyrir morgundaginn. Hún setti
þvott í
þurrkarann og í þvottavélina, straujaði
skyrtu og festi
á tölu. Hún tók
dagblöðin upp af gólfinu, spilin af borðinu og
setti
símaskrána aftur í skúffuna.
Svo vökvaði
hún blómin, tæmdi
ruslakörfu og hengdi
upp handklæði.
Hún geispaði ,
teygði
úr sér og á leiðinni að svefnherberginu
settist hún við skrifborð og
skrifaði
skilaboð til kennarans, taldi
peninga fyrir
skólaferðalagið og teygði
sig eftir skólabók sem lá
undir stól. Hún skrifaði
á
afmæliskort fyrir vin sinn, heimilisfangið á umslagið og frímerkti
það. Svo gerði
hún í hvelli innkaupalista fyrir
morgundaginn og setti
hvort tveggja hjá veskinu sínu. Síðan þvoði
hún sér í framan,
setti
á sig rakakrem, burstaði
tennurnar og hreinsaði
þær með tannþræði.
Pabbi kallaði : "Ég hélt að þú ætlaðir í rúmið." "Ég er
á leiðinni," sagði
hún. Hún setti
vatn á disk hundsins, hleypti
kettinum út og
að því loknu athugaði
hún hvort útihurðin væri
læst. Hún leit
inn til barnanna.
Hún slökkti
á náttborðsljósi, hengdi
upp skyrtu, setti
sokka í óhreina tauið og
spjallaði aðeins við barnið sem
var
að læra heima.
Hún stillti
vekjarann í svefnherberginu sínu, tók
til föt fyrir morgundaginn og
raðaði skónum í skóhillunni. Hún
bætti
þremur atriðum við á minnislista morgundagsins.
Í því slökkti
pabbi á sjónvarpinu og tilkynnti
: "Ég ætla í
rúmið" og . . . hann gerði
það.
texti úr Veru, 5/1999. þýð. VSV (aðlagaður) |