kennarahandbók: fs  Reykjavík Menningarborg 2000  nb  vb1  vb2  ath  25.09.03

B R A G I

vinnustig   þjóðfélag: hlusta

Konum til lofs

meta kennsluefnið

Tilgangur (efni, aðalatriði, markmið)
  • Þjálfa hvunndagsorðaforða.
  • Æfa sagnir og lh. þt.
  • Æfa sagnbeygingu.
Fyrirfram þekking nemenda
  • Töluverður orðaforði í tengslum við hvunndaginn.
  • Þekkja hjálparsagnir og notkun þeirra.
  • Þekkja lh. þt., verkefnið er tækifæri til að kenna hann eða rifja upp.
Undirbúningur kennara
  • Vera með textann á kassettu/diski (eða lesa hann fyrir nemendur).
  • Vera með textann prentaðan fyrir nemendur úr lausnum/svörum hér fyrir neðan.
  • Setningarnar eru langar og staðhæfingalistinn er því þéttur, margt sem nemendur þurfa að merkja við í einu. Hægt að fækka atriðum ef kennari vill.
Tillögur
  • Vinnubók 1 getur verið undirbúningur fyrir skilning á texta og því e.t.v. betra að nota hana á undan nb (sjá athugasemdir hér fyrir neðan).
  • Nemendur hlusta á textann og reyna að svara spurningunum.
  • Þeir vinna í hópum og bera saman svörin og ræða um mismunandi svör. 
  • Nemendur fá textann til að bera saman svörin.
  • Það geta verið óljós mörk á milli svaranna já, nei og kannski og gæti það verið efni í umræðu.
  • Umræða: Hefðbundin staða og hlutverk kynjanna, bera e.t.v. saman mismunandi menningarhópa. 
Aðrir möguleikar
  • Leikur a: Hver nemandi skrifar 3-5 heimilisstörf á jafn marga miða. Nemendur ganga um og biðja aðra um að vinna störfin fyrir sig "Geturðu ... fyrir mig?" Sá spurði svarar "Já, ef þú vilt ... fyrir mig" og þeir skiptast á miðum ef þeir eru sammála um skiptin.
  • Leikur b: Nemendur skrifa heimilisstörf á miða og biðja hver annan um að gera sér greiða. Ef spurningin er borin rétt og vingjarnlega fram verður sá sem er spurður að svara játandi, annars getur hann neitað.
Ítarefni
Annað sem má taka fram

 

Vinnubók 1
  • Fyrst þarf að tengja sagnorðin við rétta texta. Annað hvort á skjánum eða með því að skrifa sagnorðin við viðeigandi setningu. Síðan er hlustað á textann til samanburðar. Það má spila eða lesa hann í hlutum.
  • Nemendur mynda þátíð sagnanna og færa hana inn á blaðið. Þetta er undirbúningur undir lh. þt. í verkefni 3.
  • Verkefni 4 gefur möguleika á að útvíkka verkefnið og bæta við öðrum sögnum.
Vinnubók 2
  • Nemendur þurfa að kunna að flokka viðkomandi sagnorð, verkefnið er tækifæri til að æfa þetta atriði.
  • Vh. og mm. sagnorða er þegar gefinn upp (væri/sé, settist/sest auk so. þvoði/þvær) en ef ekki þykir ástæða til getur kennari tekið þessar lausnir burt áður en hann prentar blaðið út. Eins getur hann fyllt inn lausnir orða sem honum virðast of erfið.

 

Samsetning hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tungumál hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stærð hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig gekk

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samsetning hópsins: gs 1/2 (grunnstig), fs 3/4 (framhaldsstig)   —  Tungumál hópsins: en(ska), þý(ska), fr(anska), sk(andínavíska), as(íumál), an(nnað)  —  Stærð hópsins: <6 (1-5), >6 (6-10), >10 (11-20), >20   —  Tími: 45/90/... min.  —   Hvernig gekk: ++ (mjög vel), + (vel), sæmilega (-), illa (--)

Meta síðuna

Lausn/svör


Konum til lofs

Mamma og pabbi voru að horfa á sjónvarpið þegar mamma sagði: "Ég er þreytt, það er framorðið. Ég ætla í rúmið."

Hún fór inn í eldhús að útbúa samlokur fyrir morgundaginn, tæmdi poppkornsskálarnar, tók kjöt úr frystinum fyrir kvöldmatinn annað kvöld, athugaði hvort nóg væri til af morgunkorni, fyllti sykurkarið, setti skeiðar og skálar á borðið og fyllti kaffivélina fyrir morgundaginn. Hún setti þvott í þurrkarann og í þvottavélina, straujaði skyrtu og festi á tölu. Hún tók dagblöðin upp af gólfinu, spilin af borðinu og setti símaskrána aftur í skúffuna. Svo vökvaði hún blómin, tæmdi ruslakörfu og hengdi upp handklæði.

Hún geispaði, teygði úr sér og á leiðinni að svefnherberginu settist hún við skrifborð og skrifaði skilaboð til kennarans, taldi peninga fyrir skólaferðalagið og teygði sig eftir skólabók sem lá undir stól. Hún skrifaði á afmæliskort fyrir vin sinn, heimilisfangið á umslagið og frímerkti það.  Svo gerði  hún í hvelli innkaupalista fyrir morgundaginn og setti hvort tveggja hjá veskinu sínu. Síðan þvoði hún sér í framan, setti á sig rakakrem, burstaði tennurnar og hreinsaði þær með tannþræði.

Pabbi kallaði: "Ég hélt að þú ætlaðir í rúmið." "Ég er á leiðinni," sagði hún. Hún setti vatn á disk hundsins, hleypti kettinum út og að því loknu athugaði hún hvort útihurðin væri læst. Hún leit inn til barnanna. Hún slökkti á náttborðsljósi, hengdi upp skyrtu, setti sokka í óhreina tauið og spjallaði aðeins við barnið sem var að læra heima.

Hún stillti vekjarann í svefnherberginu sínu, tók til föt fyrir morgundaginn og raðaði skónum í skóhillunni. Hún bætti þremur atriðum við á minnislista morgundagsins. 

Í því slökkti pabbi á sjónvarpinu og tilkynnti: "Ég ætla í rúmið" og . . . hann gerði það.

texti úr Veru, 5/1999.  þýð. VSV (aðlagaður)

 

Mamma og pabbi voru að horfa á sjónvarpið þegar mamma sagði: Ég er þreytt, það er framorðið. Ég ætla í rúmið.

Hún fór inn í eldhús til að útbúa samlokur fyrir morgundaginn, tæmdi poppkornsskálarnar, tók kjöt úr frystinum fyrir kvöldmatinn annaðkvöld, athugaði hvort nóg væri til af morgunkorni, fyllti sykurkarið, setti skeiðar og skálar á borðið og fyllti kaffikönnuna fyrir morgundaginn. Þá setti hún þvott í þurrkarann, setti í þvottavélina, straujaði skyrtu og festi á tölu. Hún tók dagblöðin upp af gólfinu, spilin af borðinu og setti símaskrána aftur í skúffuna. Hún vökvaði blómin, tæmdi ruslakörfu og hengdi handklæði til þerris.

Hún geispaði, teygði úr sér og stefndi í áttina að svefnherberginu. Hún staðnæmdist við skrifborðið og skrifaði skilaboð til kennarans, taldi peninga fyrir skólaferðalagið og teygði sig eftir skólabók sem lá undir stól. Hún skrifaði á afmæliskort fyrir vin sinn, ritaði heimilisfangið á umslagið og frímerkti það, þá skrifaði hún í hvelli innkaupalista fyrir morgundaginn. Hvort tveggja setti hún nálægt veskinu sínu. Þá þvoði hún sér í framan, setti á sig rakakrem, burstaði tennurnar og hreinsaði þær með tannþræði.

Pabbi kallaði: "Ég hélt að þú ætlaðir í rúmið". "Ég er að fara inn," sagði hún. Hún setti vatn á disk hundsins, hleypti kettinum út og að því loknu athugaði hún hvort útihurðin væri læst. Hún leit inn til barnanna. Hún slökkti á náttborðsljósi, hengdi upp skyrtu, setti sokka í óhreina tauið og spjallaði aðeins við barnið sem var að læra heima.

Hún stillti vekjarann í svefnhefberginu sínu, tók til föt fyrir morgundaginn og lagaði skórekkann. Hún bætti þremur atriðum við á minnislista morgundagsins. 

Í þeirri andrá slökkti pabbi á sjónvarpinu og tilkynnti: "Ég ætla í rúmið" og . . . hann gerði það.

Vera, 5/1999.  þýð. VSV

 

Lausn við vinnubók 1: 

horfa á  sjónvarpið
útbúa  samlokur
tæma poppkornsskálarnar
taka  kjöt úr frystinum
athuga  hvort nóg sé til af morgunkorni
fylla  sykurkarið
setja  skeiðar og skálar á borðið
setja  þvott í þurrkarann og í þvottavélina
strauja  skyrtu og festi á tölu
taka dagblöðin upp af gólfinu og spilin af borðinu

setja símaskrána aftur í skúffuna
vökva blómin
tæma ruslakörfu
hengja upp handklæði
skrifa skilaboð til kennarans
telja peninga fyrir skólaferðalagið
skrifa á afmæliskort fyrir vin sinn
gera í hvelli innkaupalista fyrir morgundaginn
setja vatn á disk hundsins
hleypa kettinum út

athuga hvort útihurðin væri læst
líta inn til barnanna
slökkva á náttborðsljósi
hengja upp skyrtu
setja sokka í óhreina tauið
spjalla aðeins við barnið
stilla vekjarann
taka til  föt fyrir morgundaginn
raða skónum í skóhillunni
slökkva á sjónvarpinu

  

Lausn við vinnubók 2: 

Mamma og pabbi voru að horfa á sjónvarpið þegar mamma sagði : "Ég er þreytt, það er framorðið. Ég ætla í rúmið."

Hún fór inn í eldhús að útbúa samlokur fyrir morgundaginn, tæmdi poppkornsskálarnar, tók kjöt úr frystinum fyrir kvöldmatinn annað kvöld, athugaði hvort nóg væri til af morgunkorni, fyllti sykurkarið, setti skeiðar og skálar á borðið og fyllti kaffivélina fyrir morgundaginn. Hún setti þvott í þurrkarann og í þvottavélina, straujaði skyrtu og festi á tölu. Hún tók dagblöðin upp af gólfinu, spilin af borðinu og setti símaskrána aftur í skúffuna. Svo vökvaði hún blómin, tæmdi ruslakörfu og hengdi upp handklæði.

Hún geispaði , teygði úr sér og á leiðinni að svefnherberginu settist hún við skrifborð og skrifaði skilaboð til kennarans, taldi peninga fyrir skólaferðalagið og teygði sig eftir skólabók sem undir stól. Hún skrifaði á afmæliskort fyrir vin sinn, heimilisfangið á umslagið og frímerkti það.  Svo gerði   hún í hvelli innkaupalista fyrir morgundaginn og setti hvort tveggja hjá veskinu sínu. Síðan þvoði hún sér í framan, setti á sig rakakrem, burstaði tennurnar og hreinsaði þær með tannþræði.

Pabbi kallaði : "Ég hélt að þú ætlaðir í rúmið." "Ég er á leiðinni," sagði hún. Hún setti vatn á disk hundsins, hleypti kettinum út og að því loknu athugaði hún hvort útihurðin væri læst. Hún leit inn til barnanna. Hún slökkti á náttborðsljósi, hengdi upp skyrtu, setti sokka í óhreina tauið og spjallaði aðeins við barnið sem var að læra heima.

Hún stillti vekjarann í svefnherberginu sínu, tók til föt fyrir morgundaginn og raðaði skónum í skóhillunni. Hún bætti þremur atriðum við á minnislista morgundagsins. 

Í því slökkti pabbi á sjónvarpinu og tilkynnti : "Ég ætla í rúmið" og . . . hann gerði það.

texti úr Veru, 5/1999.  þýð. VSV (aðlagaður)

   

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]