Framburður

Framburðarreglur
Orðadæmi

  

 

 

             

B R A G I 

> Forsíða
 

prenta
opna sér

25.09.03
athugasemdir

2. Sérhljóð + ng/nk

Á undan ng og nk er:
a borið fram sem á [au].
  • ganga, (mig) langar, langur, þangað; ástfanginn – banki, blankur, hanki, vankaður  hlusta
e borið fram sem ei [ei]. 
  • drengur, engill, enginn, fengum, gengum, lengi – skenkja, þenkja  hlusta
i borið fram sem í [i].
  • fingur, hingað, hringja; reykingar, sýning; Íslendingur – hinkra,  kinka (kolli), minkur, minnka, vinka  hlusta
u borið fram sem ú [u].
  • tungl, tungumál, ungur, þungur; konungur – bunki, dunkur, munkur  hlusta
y borið fram sem í [i].
  • kyngja, slyngur, syngja, yngri, þyngd – dynkur  hlusta
ö borið fram sem au [öi].
  • löng, svöng, söng, þröng – blönk, hönk  hlusta

"ng", "nk" sjá ennfremur reglu 20.

   

a [au]   gangið ekki á grasinu! hlusta [06]
a [au]   mig langar í gulan kjól hlusta [60]
a, a [au], [au]   þetta var langur og dimmur gangur hlusta [19]
a [au]   þangað liggur beinn og breiður vegur hlusta [35]
a [au]   þau eru mjög ástfangin hlusta [77]
a, i [au], [i]   ég þarf að skreppa í banka og taka út peninga hlusta [65]
a, ö [au], [öi]   við fórum í langa göngu upp á Esju hlusta [79]
           
e [ei]   mikið er þetta fallegur drengur! hlusta [15]
e [ei]   þú kemur eins og engill af himnum sendur hlusta [88]
e [ei]   enginn er fullkominn hlusta [29]
e, i [ei], [i]   get ég fengið að hringja? hlusta [04]
e, i [ei], [i]   þjónn, get ég fengið reikninginn? hlusta [85]
e, i [ei], [i]   við fengum andlegan stuðning hlusta [64]
e, i [ei], [i]   það verður engin breyting á veðri hlusta [51]
e, i [ei], [i]   ég geri mér enga von um að fá vinning hlusta [12]
e, ö [ei], [öi]   hann hafði enga löngun til að dveljast áfram hlusta [86]
e, ö [ei], [öi]   við gengum eftir þröngum stíg hlusta [68]
           
i, i [i], [i]   hún er með hring á hverjum fingri hlusta [37]
i [i]   komdu hingað! hlusta [34]
i [i]   ég bý á Hringbraut hlusta [63]
i [i]   Íslendingar vitna gjarnan í Laxness hlusta [94]
i [i]   reykingar bannaðar! hlusta [77]
i [i]   sýningin vakti mikla athygli hlusta [40]
i [i]   hann kinkaði kolli hlusta [22]
           
u [u]   bakpokinn er þungur hlusta [14]
u [u]   ljónið er konungur dýranna hlusta [82]
u [u]   hann talar fjögur tungumál hlusta [92]
u, i [u], [i]   tunglið snýst í kringum jörðina hlusta [06]
u, a [u], [au]   þau eru ung og ástfangin hlusta [06]
           
y [i]   ég heyri fuglana syngja hlusta [01]
y [i]   pabbi minn er yngri en mamma mín hlusta [05]
y [i]   pokinn er 20 kíló á þyngd hlusta [93]
           
ö [öi]   buxurnar eru of þröngar um rassinn hlusta [80]
ö [öi]   kórinn söng þjóðvísur hlusta [56]
ö [öi]   hún er svöng hlusta [65]
ö [öi]   leiðin er 20 kílómetra löng hlusta [06]
ö [öi]   hann hvarf inn í mannþröngina hlusta [16]

^