Framburður

Framburðarreglur
Orðadæmi

  

 

 

             

B R A G I 

> Forsíða
 

prenta
opna sér

30.09.03
athugasemdir

5. f sem [v]

Milli raddaðra hljóða, í bakstöðu og á undan g er f  borið fram sem [v].
  • hafa, krafði, langafi, hafið, útgáfa; yfirgefa, gefast (upp), fyrirgefa, nefið, sefur, bréfið; lifa, hrifinn, skrifa, drífa (sig), lífi, hnífur; lofa, sofið, skrifstofuna, grófri; gufa; æfa, æfing; gjöfin, djöfull; Raufarhafnar, dreifa, leyfa, leyfi
  • ef, of, tif
  • öfgar, laufgast
f getur í sumum orðum fallið brott milli á, ó, ú og a, i, u
  • lófi, prófi, rófa, húfa, skrúfa 
Samsett orð og nokkur tökuorð fylgja ekki reglunni. 
  • Eyjafirði, grafík, slaufa, sófi

"f" sjá ennfremur reglur 14, 15 og reglu 19.

   

a+f, y+f [v], [v]   hún var leið yfir að hafa brotið glasið hlusta [54]
a+f [v]   dyravörðurinn krafði fólk um skilríki hlusta [60]
a+f [v]   langafi minn er dáinn hlusta [25]
a+f [v]   hafið er blátt hlusta [17]
á+f [v]   þetta er þriðja útgáfa bókarinnar hlusta [85]
á+f [v]   þau yfirgáfu húsið um miðja nótt hlusta [97]
           
e+f [v]   það dugar ekki að gefast upp hlusta [68]
e+f [v]   fyrirgefðu! hlusta [68]
e+f, ó+f [v], [(v)]   ég frétti að þú hefðir náð prófinu hlusta [78]
e+f [v]   andaðu í gegnum nefið! hlusta [36]
e+f [v]   barnið sefur í vagninum hlusta [54]
é+f [v]   geturðu farið með bréfið á pósthús? hlusta [99]
           
i+f [v]   fiðrildi lifa í einn sólarhring hlusta [94]
i+f [v]   hún var mjög hrifin af kjólnum hlusta [33]
i+f [v]   við skrifum stíl á föstudaginn hlusta [71]
í+f [v]   ég verð að drífa mig heim hlusta [03]
í+f [v]   þetta er mikilvægur atburður í lífi mínu hlusta [34]
í+f [v]   þetta er beittur hnífur hlusta [75]
           
o+f [v]   hún lofaði að koma fljótt aftur hlusta [48]
o+f [v]   ég hef sofið lítið undanfarið hlusta [39]
o+f [v]   við fengum nýja tölvu á skrifstofuna hlusta [42]
ó+f [v]   peysan er úr grófri ull hlusta [75]
           
u+f [v]   það myndast gufa þegar vatnið sýður hlusta [66]
           
y+f [v]   þeir gengu þvert yfir götuna hlusta [44]
           
æ+f [v]   þú átt að æfa sagnirnar hlusta [98]
æ+f [v]   þetta var létt æfing hlusta [23]
           
ö+f [v]   er gjöfin handa mér? hlusta [69]
ö+f [v]   hver leikur djöfulinn í myndinni? hlusta [86]
           
au+f [v]   þær ætla á bíl niður til Raufarhafnar hlusta [09]
ei+f [v]   viltu gjöra svo vel að dreifa blöðunum? hlusta [86]
ey+f [v]   viltu leyfa mér að skoða dagblaðið? hlusta [31]
ey+f [v]   þau fengu leyfi til að fara á hestbak hlusta [79]
           
Brottfall    
ó+f [(v)]   spákonan les í lófa hlusta [62]
ó+f [(v)]   hann lauk prófi í stærðfræði hlusta [92]
ó+f [(v)]   íslensku rófurnar eru bragðgóðar hlusta [99]
           
ú+f, ö+f [(v)], [v]   drengurinn er alltaf með húfu á höfðinu hlusta [92]
ú+f [(v)]   skrúfan hefur losnað hlusta [48]
           
Undantekningar    
a+f, f [v], [f]   afi minn er bóndi í Eyjafirði hlusta [23]
f [f]   hann batt slaufu á pakkann hlusta [27]
f [f]   hann seig niður í mjúkan sófann hlusta [61]

^