Framburður

Framburðarreglur
Orðadæmi

  

 

 

             

B R A G I 

> Forsíða
 

prenta
opna sér

08.10.03
athugasemdir

15. fl, fn og gl, gn

Á undan l og n er f borið fram sem [b] og g sem [g].
  • f: kartafla, Keflavík, trufla; efni, sofna, nefnilega, höfn
  • g: athygli, reglulega, gleraugun, fugl; í gegnum, rigna, vegna 

Reglan gildir ekki í framstöðu fl, í samsettum orðum og á undan viðskeytunum -legur og -lega.

  • fleiri, flýta, fluga; hugleiða, auglýsing, unglingur; sorglegur, daglega 

"f" sjá ennfremur reglur 5, 14 og 19.

"g" sjá ennfremur reglur 6, 17, 18, 19 og 20.

   

f+l [bl]   mér finnst bakaðar kartöflur bestar hlusta [94]
f+l [bl]   það eru bandarískir hermenn í Keflavík hlusta [48]
f+l [bl]   ekki trufla mig við vinnuna! hlusta [82]
f+l [bl]   það verður að efla samgöngur hlusta [96]
f+l [bl]   þetta er fyrsti kafli bókarinnar hlusta [23]
f+l [bl]   bíllinn er fastur í snjóskafli hlusta [18]
f+l [bl]   rólan sveiflaðist til og frá hlusta [81]
f+l [bl]   kennarinn skrifar orðin á töfluna hlusta [75]
f+l [bl]   það kom öflugur jarðskjálfti í morgun hlusta [71]
           
f+n [bn]   silki er mjög fíngert efni hlusta [74]
f+n [bn]   hún er að sofna hlusta [84]
f+n [bn]   ég kemst ekki í dag, ég fæ nefnilega heimsókn hlusta [41]
f+n [bn]   ég er að safna frímerkjum hlusta [34]
f+n [bn]   þær ætla að stofna fyrirtæki hlusta [66]
f+n [bn]   verkefnin hlaðast upp hlusta []
f+n [bn]   hann er í góðu jafnvægi eftir fríið hlusta [66]
f+n [bn]   skipstjórinn þekkir höfnina vel hlusta [64]
f+n [bn]   best er að steikja fiskinn í ofni hlusta [100]
f+n, f+n [bn]; [bN]   ég nefni engin nöfn hlusta [23]
f+n [bN]   öll skipin voru í höfn hlusta [43]
f+n [bN]   hún vaknaði eftir góðan svefn hlusta [28]
f+n [bN]   það þarf að mála svefnherbergið hlusta [58]
f+n [bN]   eigum við að fara á safn? hlusta [94]
           
g+l [gl]   sýningin vakti mikla athygli hlusta [40]
g+l [gl]   ég fer reglulega með hundinn í skoðun hlusta [48]
g+l, g+l [gl], [gl]   mig vantar ný gler í gleraugun hlusta [80]
g+l [gl]   þetta er glæsilegur hestur! hlusta [46]
g+l [gl]   lögreglan er að afla sér vitneskju um málið hlusta [67]
g+l [gl]   þær koma örugglega um helgina hlusta [44]
g+l [gl]   fuglinn hefur fellt fjaðrirnar hlusta [96]
g+l [gL]   það er fullt tungl hlusta [60]
g+l [gL]   þarna situr fugl á grein hlusta [10]
           
g+n [gn]   andaðu í gegnum nefið! hlusta [36]
g+n [gn]   hún kemst ekki vegna veikinda hlusta [15]
g+n [gn]   viltu bíða augnablik? hlusta [59]
g+n [gn]   þau eiga miklar eignir hlusta [59]
g+n [gn]   þau fagna ömmu sinni hlusta [99]
g+n [gn]   strákurinn gegnir mér ekki hlusta [56]
g+n [gn]   þetta stóð í opinberum gögnum hlusta [47]
g+n [gn]   íbúðin er full af húsgögnum hlusta [90]
g+n [gn]   er Stofnun Árna Magnússonar opin í dag? hlusta [43]
g+n [gn]   barnið sefur í vagninum hlusta [54]
g+n [gn]   hann þagnaði skyndilega hlusta [89]
g+n [gn]   hann rauf þögnina eftir langan tíma hlusta [77]
g+n [gN]   sagnorðin eru mikilvæg! hlusta [25]
g+n  [gN]    stundum kemur regnbogi þegar það rignir hlusta [07]
g+n [gN]   þögn! hlusta [42]
           
Undantekningar    
f+l [fl]   eru fleiri með tillögur? hlusta [90]
f+l [fl]   við þurfum að flýta okkur hlusta [08]
f+l [fl]   þjónn, það er fluga í súpunni! hlusta [81]
f+l [fl]   ég keypti eina flösku af hvítvíni hlusta [48]
f+l [fl]   þetta er ekki flókið dæmi hlusta [61]
g+l [ngl]   það var hópur af unglingum niðri í bæ hlusta [13]
g+l [gl]   hefurðu hugleitt að skipta um lækni? hlusta [88]
g+l [gl]   á undan fréttum koma auglýsingar hlusta [66]
g+l [gl]   þetta er augljóst mál hlusta [51]
g+l [gl]   ég les blöðin daglega hlusta [51]
g+l [gl]   ég grét alla myndina, hún var svo sorgleg hlusta [41]

^