Framburður

Framburðarreglur
Orðadæmi

  

 

 

             

B R A G I 

> Forsíða
 

prenta
opna sér

25.09.03
athugasemdir

12. ll sem [dl]

Tvöfalt l er borið fram sem [dl].
  • falla, villa, pollur, fullorðinn

Í bakstöðu er ll [dl] borið fram sem [dL], ef næsta orð hefst ekki á sérhljóði eða rödduðu samhljóði. (Sjá ennfremur reglu 11.)  

  • bíll, fullkominn, gullfiskur, Gullfoss, mikill; Hallgrímur
Reglan gildir ekki á orðhlutaskilum, í gælunöfnum, tökuorðum eða á undan d, s eða t.
  • aðallega, tillaga, tillit; Kalli, Palli; rúlla, ball, vinnugalli; ; felldi, fjalls, allt, alltaf, skellti
Undantekningar: Halldór, Halldóra

"ll" sjá ennfremur reglu  4 .

   

ll [dl]   þetta er algeng villa hlusta [38]
ll [dl]   það komu stórir pollar eftir rigninguna hlusta [84]
ll [dl]   myndin er bæði fyrir börn og fullorðna hlusta [30]
ll [dl]   sólin skein allan daginn hlusta [58]
ll [dl]   bíllinn valt í beygjunni hlusta [29]
ll [dl]   bollinn datt á gólfið hlusta [21]
ll [dl]   gamla konan er á elliheimili hlusta [04]
ll [dl]   mikið er þetta fallegur drengur! hlusta [15]
ll [dl]   nú er mælirinn fullur! hlusta [87]
ll [dl]   hún fullyrti að hún væri best í bekknum hlusta [75]
ll [dl]   skilnaðurinn fór illa í börnin hlusta [79]
ll [dl]   hann kinkaði kolli hlusta [22]
ll [dl]   hvað olli slysinu? hlusta [31]
ll [dl]   það skall á óveður hlusta [70]
ll [dl]   hún tróð öllum fötunum inn í skáp hlusta [66]
           
ll [dL]   er það þessi bíll? hlusta [04]
ll [dL]   enginn er fullkominn hlusta [29]
ll [dL]   gullfiskarnir mínir eru dauðir hlusta [23]
ll [dL]   Gullfoss er frægasti fossinn á Íslandi hlusta [95]
ll [dL]   hún er fulltrúi nemenda hlusta [47]
ll [dL]   vasinn var heill þó hann hafi dottið í gólfið hlusta [16]
ll [dL]   þetta er sterkur kaðall hlusta [10]
ll [dL]   "spegill, spegill herm þú mér..." hlusta [50]
ll [dL]   peysan er úr grófri ull hlusta [75]
ll [dL]   hann vinnur öll kvöld hlusta [13]
           
ll; ll [dl]; [dL]   stærsti jökull Íslands heitir Vatnajökull hlusta [95]
           
Undantekningar          
l+l [l]   á Íslandi er aðallega birkiskógur hlusta [97]
l+l  [l]   við seljum aðallega matvörur hlusta [46]
l+l [l:]   við styðjum tillöguna hlusta [43]
l+l [l:]   þú verður að taka tillit til bróður þíns hlusta [75]
ll [l:]   það var stöðugur straumur af fólki á ballið hlusta [52]
ll [l:]   þú átt góðan vinnugalla hlusta [100]
ll+s [l]   snjórinn nær niður í hlíðar fjallsins hlusta [57]
ll+t [L]   allt var blautt eftir rigninguna hlusta [49]
ll+t [L]   eru þau alltaf svona þögul? hlusta [40]
ll+t [L]   hann skellti hurðinni hlusta [69]
ll+t [L]   þetta var dularfullt sakamál hlusta [46]
ll+t [L]   fuglinn hefur fellt fjaðrirnar hlusta [96]
ll+t; ll [L]; [dl]   helltu í bollann minn! hlusta [96]
ll+t [L]   ég stillti klukkuna á hálf átta hlusta [61]

^