Framburður

Framburðarreglur
Orðadæmi

  

 

 

             

B R A G I 

> Forsíða
 

prenta
opna sér

08.10.03
athugasemdir

11. Afröddun

ð, l, m, n og r eru órödduð á undan  k, p og t. Á undan s er r borið fram óraddað. 
  • iðkun, maðkur, blíðka
  • fólk, hálka, silki; stelpa, úlpa, hjálpa;  alltaf, belti,elta, piltur
  • rýmka; lampi, strompur; dimmt, heimta, samt, skemmta, fimmtán
  • banki, einkunn, frænka, kinka, minnka; vanta, prentari, svunta, seint
  • hvorki, kirkja, myrkur, verkefni; útvarp, þorp; burtu, hvert, kartafla, skyrta
  • forseti, hárbursti, mars, orsök 

"r" sjá ennfremur reglu 16.

Í bakstöðu eru f, l og r órödduð (sérstaklega í lok setningar) og ð og g heyrast jafnvel oft ekki.
  • blóð, þið, röð, hingað
  • alltaf, próf, líf, bréf
  • alveg, mig, nóg, í dag, ég
  • bíll, vel, sál, tungl 
  • ber, óveður, yfir, sér 

 Undantekningar eru flest samsett orð. Þar er ekki afröddun.

  • silfurbrúðkaup, sólkrem, velkominn, samtal, vinkona, ævintýri, viðurkenning

"g" sjá ennfremur reglur 6 og 19.

"ð" sjá ennfremur reglu 19.

   

ð+k [Þg]   hér eru góð skilyrði til skiðaiðkunar hlusta [67]
           
l+k [Lg]   hvaða fólk er þetta? hlusta [04]
l+k [Lg]   ég rann í hálkunni hlusta [45]
l+k [Lg]   silki er mjög fíngert efni hlusta [74]
l+k [Lg]   hún hellir mjólk í glasið hlusta [38]
l+k [Lg]   ég þekki stúlkuna í rauðu treyjunni hlusta [100]
l+p [Lb]   var það strákur eða stelpa? hlusta [14]
l+p [Lb]   þetta er mjög hlý úlpa hlusta [26]
l+p [Lb]   mér finnst sjálfsagt að hjálpa aðeins til hlusta [17]
l+t [Lb]   það er alltaf vindur á Íslandi hlusta [24]
l+t [Ld]   spennið beltin til öryggis hlusta [50]
l+t [Ld]   hann eltir mig um allt! hlusta [82]
l+t [Ld]   þetta er myndarlegur piltur hlusta [45]
l+t [Ld]   það hefur orðið bylting í samgöngumálum á öldinni hlusta [88]
l+t [Ld]   mér er illt í fætinum hlusta [05]
l+t [Ld]   hér er kalt á veturna hlusta [10]
l+t [Ld]   barnið veltir sér á magann hlusta [87]
l+t [Ld]   hvort viltu kaffi eða te? hlusta [97]
           
l+t; m+p [Ld]; [Mb]    viltu kveikja á lampanum! hlusta [95]
m+p [Mb]   það rýkur upp úr strompinum hlusta [88]
m+t [Md]   það er orðið dimmt úti hlusta [34]
m+t [Md]   hún heimtaði að fá að koma með hlusta [83]
m+t [Md]   þó að rigni förum við samt út hlusta [24]
m+t [Md]   ég skemmti mér vel í gær hlusta [81]
m+t [Md]   ég taldi fimmtán manns í boðinu hlusta [12]
m+t [Md]   þetta er skemmtilegasta lagið á diskinum hlusta [05]
           
n+k [Ng]   ég þarf að skreppa í banka og taka út peninga hlusta [65]
n+k [Ng]   hann fékk góða einkunn hlusta [06]
n+k [Ng]   frænka mín vann keppnina hlusta [29]
n+k [Ng]   hann kinkaði kolli hlusta [22]
n+k [Ng]   aðsóknin hefur minnkað hlusta [80]
n+t; n+t [Nd]; [Nd]   það vantar pappír í prentarann hlusta [78]
n+t [Nd]   komdu ekki of seint! hlusta [30]
n+t [Nd]   þú verður að vera með svuntu hlusta []
n+t [Nd]   ég kem beint heim hlusta [33]
n+t [Nd]   grasið er grænt hlusta [28]
n+t [Nd]   kanntu að synda? hlusta [89]
n+t [Nd]   hann lenti í slysi á skíðum hlusta [83]
           
r+k [Rg]   hún borðar hvorki kjöt né fisk hlusta [31]
r+k [Rg]   hún fer alltaf í kirkju á sunnudögum hlusta [20]
r+k [Rg]   börnin verða að vera áberandi í myrkri hlusta [62]
r+k [Rg]   við erum búin með verkefnið, enda var það létt hlusta [29]
r+k [Rg]   áttu nýja diskinn með Björk? hlusta [74]
r+k [Rg]   það verður að spara orku hlusta [89]
r+k [Rg]   geislar sólarinnar eru sterkir hlusta [83]
r+k [Rg]   ég styrki vöðvana hlusta [73]
r+p [Rb]   ég er að hlusta á útvarpið hlusta [51]
r+p [Rb]   hún kemur frá litlu þorpi hlusta [45]
r+p [Rb]   er eitthvað í sjónvarpinu? hlusta [49]
r+t [Rd]   verður þú lengi í burtu? hlusta [39]
r+t [Rd]   hvert ertu að fara? hlusta [42]
r+t [Rd]   mér finnst bakaðar kartöflur bestar hlusta [94]
r+t [Rd]   þjónninn er í hvítri skyrtu hlusta [89]
r+t [Rd]   stofan er björt hlusta [01]
r+t [Rd]   hvort viltu mjólk eða safa? hlusta []
           
r+s [Rs]   forsetinn boðaði komu sína hlusta [95]
r+s [Rs]   réttu mér hárburstann! hlusta [92]
r+s [Rs]   ég á afmæli 21. mars hlusta [57]
r+s [Rs]   orsök slyssins er enn ókunn hlusta [74]
r+s [Rs]   ég þarf að fara annars kem ég of seint hlusta [34]
r+s [Rs]   auk bjórsins kem ég með vín hlusta [31]
r+s [Rs]   fórstu í gegnum Hvalfjarðargöngin? hlusta [28]
r+s [Rs]   fyrst kemur A, svo kemur B hlusta [45]
r+s [Rs]   hversu oft þarf ég að segja þér þetta? hlusta [36]
           
ð [Þ]   gefur þú blóð? hlusta [47]
ð [Þ]   með hvoru liðinu haldið þið? hlusta [53]
ð [Þ]   geturðu raðað orðunum í rétta röð? hlusta [76]
ð [Þ]   komdu hingað! hlusta [34]
ð [Þ]   útsala, stórlækkað verð! hlusta [93]
ð [Þ]   ertu alveg brjáluð? hlusta [79]
f, g [f]; [x]   hún er alltaf svo alvarleg hlusta [24]
f [f]   verður þetta erfitt próf? hlusta [52]
f [f]   kötturinn hefur níu líf hlusta [64]
f [f]   hann skrifar langt bréf hlusta [19]
f [f]   hann fékk óvænta afmælisgjöf hlusta [64]
f [f]   þú tekur svo stór skref hlusta [54]
f [f]   hún gerir allt sjálf hlusta [13]
g [x]   þetta nægir alveg hlusta [47]
g [x]   viltu bera bækurnar fyrir mig? hlusta [02]
g [x]   myndirðu segja að þetta væri nóg? hlusta [08]
g [x]   hér er ég! hlusta [14]
g [x]   er Stofnun Árna Magnússonar opin í dag? hlusta [43]
g [x]   eldur kom upp í húsi við Laugaveg hlusta [26]
g [x]   hann skortir ekki hugmyndaflug hlusta [83]
l [dL]   er það þessi bíll? hlusta [04]
l [L]   þessi penni skrifar vel hlusta [72]
l [L]   hann er hraustur á líkama og sál hlusta [22]
l [L]   það er fullt tungl hlusta [60]
l [L]   umræðan snerist um skólamál hlusta [56]
l [L]   komum okkur í skjól! hlusta [68]
l [L]   börnin spila á spil hlusta [57]
r [R]   við ætlum að tína ber hlusta [85]
r [R]   það skall á óveður hlusta [70]
r, ð  [R]; [Þ]   kötturinn stökk yfir borðið hlusta [10]
r; r [R]; [R]   hann teygði úr sér hlusta [37]
           
Undantekningar          
ð+k [ð]   þau eiga silfurbrúðkaup á morgun hlusta [97]
ð+k [ð]   ég er með viðkvæma húð hlusta [37]
l+k [l]   nýja sólkremið er góð vörn gegn sterkum geislum hlusta [75]
l+k [l]   yfirmaðurinn tilkynnti uppsagnir hlusta [78]
l+k [l]   ég býð ykkur innilega velkomin hlusta [61]
m+t [m]   ég hlustaði á samtal drengjanna hlusta [69]
m+t [m]   þú átt framtíð fyrir þér í þessu starfi hlusta [33]
m+t [m]   hann er í samtökum um verndun hvala hlusta [88]
n+k [ng]   þetta er eiginkona hans hlusta [81]
n+k [ng]   Sigga er vinkona mín hlusta [48]
n+k [nj]   þetta var einkennilegur maður hlusta [58]
n+t [n]   amma segir okkur oft ævintýri hlusta [71]
r+k [r]   í lok keppninnar voru veittar viðurkenningar hlusta [24]

^