Framburður

Framburðarreglur
Orðadæmi

  

 

 

             

B R A G I 

> Forsíða
 

prenta
opna sér

08.10.03
athugasemdir

4. Samhljóðalengd

Þegar eftirtalin samhljóð eru tvírituð milli sérhljóða eða í enda orðs tákna þau langt samhljóð.
  • b  [b:]pabbi, kvabba
  • d  [d:]:  bíddu, budda, hræddur, koddi, krydda, nudda, ómeiddur 
  • f   [f:]:   gaffall, kaffi, skúffa 
  • g  [g:]:  bjuggum, högg, Sigga, skegg, gluggi, skuggi
  • g(j) [gj:]: bryggja, byggja, leggja, tryggja, bygging, Siggi
  • l    [l:] (sjá þó reglu 12): ballið, vinnugalli
  • m [m:]: amma, dimmur, fimm, mamma, sammála, skamma, snemma 
  • n  [n:] (sjá þó reglu 13): annar, ánni, finna, kennari, kunningi, penni, renna, spennandi, tönn, vinna
  • r   [r:]: (í) fyrra, herra, hverrar, hverri, karrý
  • s  [s:]: blessa, blússa, byssa, hissa, kassi, klessa, missa, passa, þessar

Tvírituð k, p og t eru ekki borin fram löng. (Sjá ennfremur reglu 10.)

   

bb [b:]   pabbi hans og mamma eru skilin hlusta [77]
bb [b:]   pabbi minn er yngri en mamma mín hlusta [05]
           
dd [d:]    bíddu á meðan ég sæki jakkann minn! hlusta [22]
dd [d:]    konan er með smápening í buddunni hlusta [97]
dd [d:]   varstu í alvöru hræddur? hlusta [42]
dd [d:]    ég verð að sofa með kodda hlusta [95]
dd [d:]   það mætti krydda matinn meira hlusta [100]
dd [d:]   viltu nudda á mér bakið? hlusta [92]
dd [d:]     okkur til mikillar gleði var hann ómeiddur hlusta [56]
           
ff [f:]   mig vantar gaffal og skeið hlusta [100]
ff [f:]   má bjóða þér meira kaffi? hlusta [02]
ff [f:]   kaffið er þunnt hlusta [43]
ff [f:]   ég geymi lykilinn í skúffunni hlusta [38]
           
gg [g:]   við bjuggum í þessu húsi hlusta [10]
gg [g:]   viltu loka glugganum? hlusta [27]
gg [g:]   hún fékk högg á hnakkann við áreksturinn hlusta [77]
gg [g:]   Sigga er vinkona mín hlusta [48]
gg [g:]   er hann kominn með skegg? hlusta [77]
gg [g:]   skuggarnir lengjast á kvöldin hlusta [28]
           
gg(j) [gj:]   hann batt bátinn við bryggju hlusta [65]
gg(j) [gj:]   þau eru að byggja hús hlusta [30]
gg(j) [gj:]   viltu leggja á borð? hlusta [06]
gg(j) [gj:]   ertu búin að tryggja þig? hlusta [83]
gg(j) [gj:]   það eru háar byggingar í Breiðholtinu hlusta [55]
gg(j) [gj:]   Siggi lamdi Óla í klessu hlusta [76]
           
ll [l:]   það var stöðugur straumur af fólki á ballið hlusta [52]
ll [l:]   þú átt góðan vinnugalla hlusta [100]
           
mm [m:]   amma segir okkur oft ævintýri hlusta [71]
mm [m:]   þetta var langur og dimmur gangur hlusta [19]
mm [m:]   það er 25 (tuttugu og fimm) stiga hiti hlusta [38]
mm [m:]   hún saknar mömmu sinnar hlusta [87]
mm [m:]   þau voru að mestu leyti sammála hlusta [32]
mm [m:]   hún skammaði barnið hlusta [91]
mm [m:]   ég kem snemma heim hlusta [37]
           
nn [n:]   getur önnur ykkar komið? hlusta [07]
nn [n:]   þau gengu meðfram ánni hlusta [45]
nn [n:]   ég fann ekki pósthúsið hlusta [05]
nn [n:]   hann er kennari hlusta [03]
nn [n:]   hann er kunningi minn hlusta [59]
nn [n:]   þessi penni skrifar vel hlusta [72]
nn [n:]   það rennur lækur niður hlíðina hlusta [94]
nn [n:]   þetta var spennandi bíómynd hlusta [66]
nn [n:]   hann er með góðar tennur hlusta [02]
nn [n:]   hann vinnur öll kvöld hlusta [13]
           
rr [r:]   hvaða lag var vinsælast í fyrra? hlusta [78]
rr [r:]   klipping fyrir dömur og herra hlusta [70]
rr [r:]   hverrar þjóðar er hann? hlusta [17]
rr [r:]   hún skrifar mér bréf í hverri viku hlusta [21]
rr [r:]   þetta karrý er mjög milt hlusta [81]
           
ss [s:]   komið þið sæl og blessuð! hlusta [59]
ss [s:]   hún er í bleikri blússu hlusta [97]
ss [s:]   veiðimaðurinn miðaði byssunni hlusta [57]
ss [s:]     hann var hissa á að sjá mig hér hlusta [48]
ss [s:]   hvað er í kassanum? hlusta [71]
ss [s:]   Siggi lamdi Óla í klessu hlusta [76]
ss [s:]   glasið brotnar ef þú missir það í gólfið hlusta [98]
ss [s:]   hann vex svo hratt að fötin passa honum ekki lengur hlusta [27]
ss [s:]   þessar tvær plöntur eru af sömu tegund hlusta [74]

^