Framburður

Framburðarreglur
Orðadæmi

  

 

 

             

B R A G I 

> Forsíða
 

prenta
opna sér

08.10.03
athugasemdir

16. d-innskot

Í samhljóðaklösunum rl, rn, sl og sn er skotið inn [d] milli samhljóðanna.
  • r: karl, kerling, varla; hvernig, spurning, þarna
  • s: geymsla, íslenska, sleppa; snúa, snjór, losna 

Reglan gildir ekki á orðhlutaskilum og í samsettum orðum.

  • alvarlegur, varlega, vatnslaus
  • fjarlægð, erlendis, sumarnótt, mannslíkami

"r" sjá ennfremur reglur  og 11.

"s" sjá ennfremur reglu  4 .

   

r+l [(r)dl]   kemur karlinn líka? hlusta [31]
r+l [(r)dl]   þetta er skrýtinn karl hlusta [36]
r+l [(r)dl]   kerlingin skammaði okkur hlusta [90]
r+l [(r)dl]   við höfum varla tíma hlusta [32]
           
r+n [(r)dn]   hvernig kemst ég til Dalvíkur? hlusta [18]
r+n [(r)dn]   sá sem svarar spurningunni rétt hefur unnið hlusta [06]
r+n [(r)dn]   það á enginn heima þarna hlusta [09]
r+n [(r)dn]   hann á mörg barnabörn hlusta [98]
r+n [(r)dn]   bræðurnir hafa búið hérna alla ævi hlusta [29]
r+n [(r)dn]   bændurnir ráku féð í réttirnar hlusta [52]
r+n [(r)dn]   endurnar synda á tjörninni hlusta [81]
r+n [(r)dn]   hefur þú lesið fornsögurnar? hlusta [41]
r+n [(r)dn]   þú verður að fórna einhverju til að ná markmiðinu hlusta [97]
r+n [(r)dn]   þú mátt gjarnan koma með hlusta [42]
r+n [(r)dn]   eruð þið búnar að þvo ykkur um hendurnar? hlusta [53]
r+n [(r)dn]   búðin er á næsta horni hlusta [27]
r+n [(r)dn]   það var kosin ný stjórn hlusta [30]
r+n [(r)dn]   þau horfðu á stjörnurnar á himninum hlusta [50]
r+n, s+l [(r)dn]; [sdl]   nýja sólkremið er góð vörn gegn sterkum geislum hlusta [75]
r+n, s+n [(r)dn]; [sdn]   þvotturinn þornar á snúrunni hlusta [98]
           
s+l [sdl]   það er mús í geymslunni okkar hlusta [96]
s+l [sdl]   í íslensku er alltaf áhersla á fyrsta atkvæði hlusta [45]
s+l [sdl]   þú mátt sleppa næstu blaðsíðu
slepptu mér!
hlusta [38]
s+l [sdl]   frárennsli verksmiðjunnar mengar umhverfið hlusta [37]
s+l [sdl]   hún æpti af hræðslu hlusta [74]
s+l [sdl]   er enginn her á Íslandi? hlusta [48]
s+l [sdl]   geislar sólarinnar eru sterkir hlusta [83]
s+l [sdl]   hvenær hefst kennslan á morgnana? hlusta [92]
s+l [sdl]   unga kynslóðin hefur meiri möguleika hlusta [55]
s+l [sdl]   þetta var hræðileg reynsla hlusta [59]
s+l [sdl]   viltu fleygja þessum blöðum í ruslið? hlusta [80]
s+l [sdl]   skýrslan er að fá á sig endanlegt form hlusta [73]
s+l [sdl]   hann batt slaufu á pakkann hlusta [27]
s+l [sdl]   hún er með slétt hár hlusta [48]
s+l [sdl]   hvað olli slysinu? hlusta [31]
s+l [sdl]   þetta er ekki slæm stelpa hlusta [31]
s+l [sdl]   viltu slökkva ljósið hlusta [88]
s+l [sdl]   þeir ætla að undirbúa veisluna hlusta [97]
s+l [sdl]   verslunin er opin á kvöldin hlusta [15]
s+l, r+n [sdl]; [(r)dn]   hún hvíslar til að vekja ekki barnið hlusta [59]
           
s+n [sdn]   hann sneri sér við hlusta [13]
s+n [sdn]   snjórinn er hvítur hlusta [09]
s+n [sdn]   skrúfan hefur losnað hlusta [48]
s+n [sdn]   hann er með kúlu á hausnum hlusta [70]
s+n [sdn]   hvaða flokkur vann kosningarnar? hlusta [88]
s+n [sdn]   við verðum að finna lausn á vandamálinu hlusta [87]
s+n [sdn]   jakkinn hangir á snaganum hlusta [52]
s+n [sdn]   ég kem snemma heim hlusta [37]
s+n [sdn]   snertið ekki! hlusta [36]
s+n [sdn]   það snjóar mikið hlusta [30]
s+n [sdn]   bíllinn er fastur í snjóskafli hlusta [18]
s+n [sdn]   hún var snögg að koma sér í burtu hlusta [52]
           
Undantekningar    
r+l [rl]   er hún alvarlega veik? hlusta [22]
r+l [rl]   farðu varlega með vasann hlusta [42]
r+l [rl]   Reykjavíkurmaraþon er haldið árlega hlusta [51]
r+l [rl]   ég sá hann úr fjarlægð hlusta [66]
r+l [rl]   hún er í námi erlendis hlusta [64]
r+l [rl]   ég er yfirleitt heima á kvöldin hlusta [35]
r+l [rl]   hann flutti fyrirlestur um jökla hlusta [20]
r+n [rn]   sumarnóttin er björt á Íslandi hlusta [19]
s+l [sl]   þetta er félagslegt vandamál hlusta [72]
s+l [sl]   hún er fullorðinsleg í útliti hlusta [65]
s+l [sl]   þau töluðu um hversdagslega hluti hlusta [71]
s+l [sl]   brunnurinn er orðinn vatnslaus hlusta [77]
s+l [sl]   þetta er yndislegt barn hlusta [76]
s+l [sl]   hvað eru mörg bein í mannslíkamanum? hlusta [51]

^