Framburður

Framburðarreglur
Orðadæmi

  

 

 

             

B R A G I 

> Forsíða
 

prenta
opna sér

25.09.03
athugasemdir

10.  Aðblástur (h-innskot)

Á undan samhljóðaklösunum kk, kl, kn, pl, pn, pp, tl, tn og tt er skotið inn h í framburði.
  • k [hg], [hgl], [hgn]: ekki, drekka, okkur, dökkhærður; Hekla, sjúklingur, einstaklingur; sakna, reikning, læknir, heimsókn 
  • p [hbl], [hbn], [hb]: epli; opna, opnun, vopn; klipping, sjoppa, skreppa, upp 
  • t  [hdl], [hdn], [hd]: ætla, litli, áætlun, vitlaus; botn, brotna, setning, vatn, vitni; detta, frétta, hattur, hitta, nótt, rétta, sléttur, þetta; 
Undantekningar eru flest samsett orð. Þar er ekki aðblástur. Ekki er heldur aðblástur á undan viðskeytunum -legur, -laus og -leysi.
  • leikkona, útlendingur, útlit, fótleggur; 
"k" sjá ennfremur reglur 7, 17, 18 og 20.

"p" sjá ennfremur reglur 7 og 17.

"t" sjá ennfremur reglu 7.

   

k+k, k+k [hg], [hg]   ekki meira takk, nú er ég södd hlusta [80]
k+k, t+n [hg], [hdn]   ég drekk helst íslenskt vatn hlusta [02]
k+k [hg]   drífum okkur í sund! hlusta [75]
k+k [hg]   hún er dökkhærð og brúneygð hlusta [81]
k+k [hg]   ég er ekkert spenntur fyrir þessari bíómynd hlusta [67]
k+k [hg]   ég býð ykkur innilega velkomin hlusta [61]
k+l [hgl]   fjallið Hekla er eldfjall hlusta [20]
k+l [hgl]   sjúklingurinn er mjög veikur hlusta [50]
k+l [hgl]   til eru herbergi fyrir einstaklinga og hópa hlusta [81]
k+l [hgl]   það er líklega rétt hjá þér hlusta [34]
k+l [hgl]   hann hefur mikla rödd hlusta [03]
k+l [hgl]   hann stingur lyklinum í vasann hlusta [56]
k+l [hgl]   hann flutti fyrirlestur um jökla hlusta [20]
k+n [hgn]   hún saknar mömmu sinnar hlusta [87]
k+n [hgn]   þjónn, get ég fengið reikninginn? hlusta [85]
k+n [hgn]   ég þarf að fara til læknis hlusta [20]
k+n [hgn]   ég kemst ekki í dag, ég fæ nefnilega heimsókn hlusta [41]
k+n [hgn]   hún vaknaði eftir góðan svefn hlusta [28]
k+n [hgn]   ég get teiknað Íslandskort hlusta [48]
           
p+l [hbl]   Eva beit í eplið hlusta [73]
p+l [hbl]   ég ætla að fá tvö kíló af eplum hlusta [08]
p+n [hbn]   ég þori varla að opna augun hlusta [49]
p+n [hbn]   hún var ekki viðstödd opnunina hlusta [66]
p+n, t+t [hbn], [hd]   það stafar mikil hætta af kjarnorkuvopnum hlusta [54]
p+p [hb]   klipping fyrir dömur og herra hlusta [70]
p+p [hb]   ég kaupi gos og sælgæti í sjoppunni hlusta [96]
p+p [hb]   ég skrepp í bæinn hlusta [07]
p+p [hb]   hann náði næstum upp í loft hlusta [29]
p+p [hb]   aðgerðin heppnaðist í fyrstu tilraun hlusta [34]
p+p [hb]   fuglinn slapp úr búrinu hlusta [66]
p+p [hb]   gættu þín á tröppunni! hlusta [65]
           
t+l [hdl]   ætlið þið ekki að kjósa? hlusta [45]
t+l [hdl]   litli selurinn var svo sætur hlusta [41]
t+l [hdl]   allt gekk samkvæmt áætlun hlusta [61]
t+l [hdl]   ertu orðinn vitlaus maður? hlusta [56]
t+n [hdn]   lykillinn er á botni sundlaugarinnar hlusta [40]
t+n [hdn]   glasið brotnar ef þú missir það í gólfið hlusta [98]
t+n [hdn]   viltu endurtaka setninguna? hlusta [54]
t+n [hdn]   það er mikið vatn í ánni hlusta [52]
t+n [hdn]   hann var vitni í málinu hlusta [62]
t+n [hdn]   lögreglan er að afla sér vitneskju um málið hlusta [67]
t+n [hdn]   þú beygir til hægri við gatnamótin hlusta [71]
t+t [hd]   bollinn datt á gólfið hlusta [21]
t+t [hd]   ég frétti að þú hefðir náð prófinu hlusta [78]
t+t [hd]   hatturinn fauk af henni í rokinu hlusta [95]
t+t [hd]   ég ætla að hitta vini mína í kvöld hlusta [30]
t+t [hd]   við sátum á barnum fram á nótt hlusta [10]
t+t [hd]   viltu rétta mér saltið? hlusta [34]
t+t [hd]   hún er með slétt hár hlusta [48]
t+t [hd]   þetta verður sólríkt sumar hlusta [18]
t+t, k+k [hd], [hg]   hann batt slaufu á pakkann hlusta [27]
t+t, k+n [hd], [hgn]   hann á erfitt með að vakna á morgnana hlusta [34]
t+t, t+n [hd], [hdn]   þetta er ómöguleg setning hlusta [70]
t+t, p+p [hd], [hb]   það var mikil þátttaka í keppninni hlusta [94]
           
Undantekningar          
k+kt, k+k [x], [k]   hún er óþekkt leikkona hlusta [60]
t+l [dl]   ég kenni útlendingum hlusta [68]
t+l [dl]   útlitið er svart! hlusta [11]
t+l [dl]   réttið úr fótleggjunum hlusta [81]
k+lega [gl]   flugvélin lenti mjúklega hlusta [26]
k+lega [gl]   mér fannst sérstaklega skemmtilegt að koma í óperuna hlusta [36]
k+leysi [gl]   gat hann sannað sakleysi sitt? hlusta [51]

^