Framburður

Framburðarreglur
Orðadæmi

  

 

 

             

B R A G I 

> Forsíða
 

prenta
opna sér

25.09.03
athugasemdir

7. Lokhljóð í innstöðu

Lokhljóðin k, [kj], p og t eru borin fram sem [g], [gj], [b] og [d] í innstöðu.
  • k  [g]: Akureyri, strákur, frekar, léku, vika, loka, sjúklingur, sykur, rjúka, afsökun, lækur, auka, veikur
  • [kj]  [gj]: heimspeki, mikið, ríkisstjórn, poki, flókinn, lykill, fyrirtæki, veikindi; vekja, líkja, rækja, steikja, Reykjavík 
  • p  [b]: tapa, kápa, drepa, svipaður, opinn, hrópa, djúpur, döpur, kaupa
  • t   [d]: matur, látinn, geta, éta, forvitinn, lítill, nota, fljótur, hluti, úti, skrýtinn, ætla, flauta, heita, leyti

Undantekningar eru ýmis samsett orð þar sem seinni liður hefst á k, p eða t. Svo og ýmis tökuorð þar sem viðkomandi lokhljóð eru fráblásin í innstöðu, og örfá önnur orð eins og til dæmis líkami.

  • Slóvakía, líkjör, Japan, líkami, sítróna

"k" sjá ennfremur reglur 10, 17, 18 og 20.

"p" sjá ennfremur reglur 10, og 17.

"t" sjá ennfremur reglu 10.

   

á+k+u [g]   strákurinn var ber í sólinni hlusta [75]
e+k+a [g]   það er frekar svalt úti hlusta [69]
é+k+u [g]   þau léku sér í grasinu hlusta [28]
i+k+u [g]   það eru sjö dagar í vikunni hlusta [14]
o+k+a [g]   safnið er lokað í dag hlusta [45]
ú+k+l; ei+k+u [g]; [g]   sjúklingurinn er mjög veikur hlusta [50]
y+k+u [g]   getur einhver rétt mér sykurinn? hlusta [11]
ý+k+u [g]   það rýkur upp úr strompinum hlusta [88]
ö+k+u [g]   þetta er engin afsökun hlusta [69]
æ+k+u [g]   það rennur lækur niður hlíðina hlusta [94]
au+ka [g]   það þarf að auka öryggið í umferðinni hlusta [37]
           
e+k+i [gj]   hann er í heimspeki hlusta [100]
i+k+i [gj]   mikið er þetta fallegur drengur! hlusta [15]
í+k+i [gj]   hvaða flokkar eiga sæti í ríkisstjórn? hlusta [54]
o+k+i [gj]   pokinn er 20 kíló á þyngd hlusta [93]
ó+k+i [gj]   þetta er ekki flókið dæmi hlusta [61]
y+k+i [gj]   ég geymi lykilinn í skúffunni hlusta [38]
æ+k+i [gj]   hún er forstjóri fyrirtækisins hlusta [85]
ei+k+i [gj]   hún kemst ekki vegna veikinda hlusta [15]
e+k+j [gj]   hún hvíslar til að vekja ekki barnið hlusta [59]
í+k+j [gj]   ekki líkja mér við systur mína! hlusta [52]
æ+k+j [gj]   rækjur eru of dýrar hlusta [100]
ei+k+j [gj]   best er að steikja fiskinn í ofni hlusta [100]
ey+k+j [gj]   Reykjavík er smáborg í samanburði við London hlusta [90]
           
a+p+a [b]   ég tapa alltaf í spilum hlusta [92]
á+p+a [b]   kápan er of víð hlusta [41]
e+p+a [b]   ekki drepa fluguna! hlusta [37]
i+p+a [b]   veðrið er svipað og í gær hlusta [37]
o+p+i [b]   er Stofnun Árna Magnússonar opin í dag? hlusta [43]
ó+p+a [b]   hann hrópaði á hjálp hlusta [49]
ú+p+a [b]   á Þingvöllum eru djúpar gjár hlusta [20]
ö+p+u [b]   vertu ekki svona döpur! hlusta [69]
au+p+a [b]   ég þarf að kaupa ávexti hlusta [20]
           
a+t+i [d]   það er hryggur í matinn á sunnudaginn hlusta [83]
á+t+i [d]   konan var látin þegar lögreglan kom hlusta [54]
e+t+a [d]   allir geta verið með hlusta [03]
é+t+u [d]   hvað étur hamsturinn? hlusta [40]
i+t+i [d]   ég er forvitinn að heyra hvernig honum gekk hlusta [77]
í+t+i [d]   peysan er of lítil hlusta [04]
o+t+a [d]   notarðu gleraugu? hlusta [82]
ó+t+u [d]   tíminn var svo fljótur að líða hlusta [13]
u+t+a [d]   hvaða hluta textans eigum við að lesa? hlusta [14]
ú+t+i [d]   það er hvasst úti hlusta [74]
ý+t+i [d]   þetta er skrýtinn karl hlusta [36]
æ+t+l; a+k+u [d]; [g]   við ætlum að keyra til Akureyrar hlusta [71]
au+t+u [d]   þú spilar vel á flautu hlusta [57]
ei+t+i [d]   hvað heitir þú? hlusta [14]
ey+t+i [d]   systkinin eru að mörgu leyti ólík hlusta [20]
           
Undantekningar    
k [k]   heilbrigð sál í hraustum líkama hlusta [60]
t [t]   hvað kosta sítrónurnar? hlusta [46]
t [t]   sítrónan er gul hlusta [01]

^