Framburður

Framburðarreglur
Orðadæmi

  

 

 

             

B R A G I 

> Forsíða
 

prenta
opna sér

25.09.03
athugasemdir

18. Framgómun

Á undan e, i, í, y, ý, æ, ei og ey eru g, [g] og k borin fram sem [gj], [j] og [kj].
  • [gj:]: algengur, fangelsi, geta; geisli, geimur; Geysir; lengi, gifta, öryggis; ágætur, gægjast, í gær 
  • [j]: feginn, hægindastóll, logið, regnbogi, síðdegi, sunnudaginn
  • [kj]kerfi, skemmtilegur, verkefni; skeið, skein; keyra, keypt; ekki, kirkja, mikið; kínverskur, skíði; kynna, skyrta; kýr, skýrsla; kæra, skær

Undantekningar eru samsett orð, útlensk nöfn og orð sem enda á -endur í fleirtölu.

  • verkefni; Bergen; eigendur, leikendur

"g" sjá ennfremur reglur 6, 15, 17, 19 og 20.

"gi" sjá ennfremur reglu 3.

"k" sjá ennfremur reglur 7, 10, 17 og 20.

   

g+e [gjei]   þetta er algeng villa hlusta [38]
g+e, g+e [gje];[gje]   þú getur lent í fangelsi hlusta [98]
g+e, g+e    [gje];[gje]   ég get alveg gert þetta sjálfur hlusta [23]
g+e [gje]   fyrirgefðu! hlusta [68]
g+e, g+i [gje];[gjI]   hvað koma margir gestir? hlusta [21]
g+ei [gjei]   geislar sólarinnar eru sterkir hlusta [83]
g+ei [gjei]   er geimurinn endalaus? hlusta [86]
g+ey [gjei]   ég geymi lykilinn í skúffunni hlusta [38]
g+ey [gjei]   það er mús í geymslunni okkar hlusta [96]
g+ey [gjei]   ég ætla að skoða Gullfoss og Geysi hlusta [29]
g+i [gjI]   ekki vera lengi! hlusta [19]
g+i [gjI]   hvaða prestur gifti ykkur? hlusta [33]
g+i [gjI]   spennið beltin til öryggis hlusta [50]
g+i [gjI]   þú ert algjör aumingi! hlusta [58]
g+i [gjI]   er enginn her á Íslandi? hlusta [48]
g+æ [gjai]   þetta eru ágætar buxur hlusta [21]
g+æ [gjai]   hann gægðist fyrir horn hlusta [92]
g+æ [gai]   ég las svo góða bók í gær hlusta [19]
g+æ [gjai]   ég kaupi gos og sælgæti í sjoppunni hlusta [96]
           
g+i [jI]   þú mátt vera feginn að hafa sloppið lifandi hlusta [20]
g+i, g+i [jI]   hægindastóllinn hennar Guðrúnar er mjög þægilegur hlusta [58]
g+i [jI]   heldurðu að hún hafi logið fyrir rétti? hlusta [99]
g+i [jI]   stundum kemur regnbogi þegar það rignir hlusta [07]
g+i [jI]   hann kemur síðdegis hlusta [88]
g+i [jI]   það er hryggur í matinn á sunnudaginn hlusta [83]
g+i [jI]   borðum saman í hádeginu hlusta [58]
           
k+e [kje]   við vinnum eftir ákveðnu kerfi hlusta [84]
k+e [gje]   þetta var skemmtilegur þáttur hlusta [17]
k+e [kje]   hann er kennari hlusta [03]
k+i; k+e [kje];[kje]   hann kveikir á kertum hlusta [79]
k+e [gje]   er hann kominn með skegg? hlusta [77]
k+e [gje]   ekki skella hurðinni! hlusta [35]
k+ei [gjei]   mig vantar gaffal og skeið hlusta [100]
k+ei [gjei]   sólin skein allan daginn hlusta [58]
k+ei [gjei]   ertu búin að skrá þig á námskeiðið? hlusta [71]
k+ey [kjei]   við ætlum að keyra til Akureyrar hlusta [71]
k+ey [kjei]   ég keypti eina flösku af hvítvíni hlusta [48]
k+i [kjI]   það er kross á kirkjunni hlusta [80]
k+i, k+i [gjI];[gjI]   mikið eru tvíburarnir ólíkir! hlusta [26]
k+i [gjI]   má ég kannski fá bílinn lánaðan? hlusta [21]
k+i, k+i [gjI]   það er merkilegt hvað systkinin eru ólík hlusta [34]
k+i [gjI]   þetta er mikilvægur atburður í lífi mínu hlusta [34]
k+i, k+i [gjI];[gjI]   ég skila bókinni á bókasafnið hlusta [62]
k+i, k+i [kjI];[kji]   hún kyssti strákinn á kinnina hlusta [86]
k+í [kji]   þetta er kínverskur réttur hlusta [34]
k+í [gji]   við ætlum á skíði um páskana hlusta [98]
k+í [kji]   ég ætla að fá tvö kíló af eplum hlusta [08]
k+í [kji]   leiðin er 20 kílómetra löng hlusta [06]
k+y [gji]   yfirmaðurinn tilkynnti uppsagnir hlusta [78]
k+y [kjI]   hann á aðeins eina skyrtu hlusta [19]
k+y [gjI]   fjölskyldan mín býr á Akureyri hlusta [15]
k+y [gjI]   unga kynslóðin hefur meiri möguleika hlusta [55]
k+y [gjI]   farþegarnir þurfa að sitja kyrrir í sætunum hlusta [22]
k+y; k+i [gjI];[kjI]   hún kyssti afa á kinnina hlusta [44]
k+ý; k+i [kjI];[kji]   bóndinn er með hesta, kýr og kindur hlusta [76]
k+ý [gji]   skýrslan er að fá á sig endanlegt form hlusta [73]
k+i; k+ý [gji];[gji]   það sást ekki ský á himni hlusta [55]
k+ý [gji]   við setjum okkur skýr markmið í náminu hlusta [84]
k+ý [gji]   ég sé þetta skýrt fyrir mér hlusta [53]
k+æ [kjai]   hann kærði þjófinn hlusta [88]
k+æ [gjai]   birtan er skær hlusta [64]
k+æ [kjai]   mig grunaði að hún kæmi hlusta [73]
k+æ [kjai]   kær kveðja hlusta [62]
           
Undantekningar    
k+e [ke]   gastu leyst verkefnið? hlusta [33]
g+e [ge]   þau sigldu með ferjunni til Bergen hlusta [67]

^