Á framburðarsíðum má finna þátt um bókstafi og hljóðgildi í íslensku og mikilvægustu sérreglur í framburði auk ábendinga um samband framburðar og beygingar. Í fyrsta hluta er veitt yfirlit yfir íslenska stafrófið og 32 bókstafi þess, í öðrum hluta er veitt yfirlit yfir málhljóðin og í þriðja hluta er farið inn á mismunandi hljóðgildi bókstafanna. Með "*+ númeri" er vefsíðan tengd viðeigandi framburðarreglum.
Í eftirfarandi reglum koma mikilvægustu atriðin fram. Fyrstu þrjár reglurnar hafa með sérhljóða að gera en þær sem á eftir koma samhljóðana, nokkurn veginn í stafrófsröð. Á heildaryfirliti má sjá allar reglurnar, en hver regla hefur þó sína síðu þar sem hún er sýnd ásamt dæmum úr grunnorðaforða:
Framburðarreglur koma einnig fram við beygingu. Í þessum hluta eru tekin dæmi um þetta. Hljóðtákn og hljóðritun í BRAGA Af tæknilegum ástæðum er ekki hægt að sýna hljóðritun með alþjóðlega hljóðritunarkerfinu IPA. Í BRAGA er því notast við sambland af hefðbundinni íslenskri hljóðritun og sér kerfi. Framburðaræfingar Þessi hluti er í uppbyggingu. Kerfisbundið á að vera mögulegt að þjálfa stök hljóð og hljóðasambönd sem og hljóðapör og orð úr grunnorðaforða. Auk þess er hægt að æfa allar dæmasetningar grunnorðaforðans í "hlusta og skrifa" hlutanum. Inngangur
|